Erlent

Þrír meintir ISIS-liðar handteknir í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir GSG9, andhryðjuverkasveitar Þýskalands, tóku þátt í aðgerðunum.
Meðlimir GSG9, andhryðjuverkasveitar Þýskalands, tóku þátt í aðgerðunum. Vísir/AFP
Þrír Sýrlendingar voru handteknir í Þýskalandi í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa verið sendir til Evrópu að Íslamska ríkinu og að þeir hafi ætlað að fremja hryðjuverk. Mennirnir eru 17, 18 og 26 ára gamlir en þeir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu.

Lögreglan segir að þeir hafi komið til Þýskalands í nóvember í fyrra og fóru þeir um Tyrkland og Grikkland á fölsuðum vegabréfum.

Um 200 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum í morgun og voru réðst lögreglan meðal annars til atlögu í þremur flóttamannaskýlum í Þýskalandi. Búið var að fylgjast með mönnunum um nokkrurra vikna skeið áður en ráðist var til atlögu.

Síðastliðin júní létu tíu manns lífið og tugir særðust í þremur árásum í suðurhluta Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×