Erlent

Fleiri danskir prestar til sálfræðings

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
vísir/gva
Fjöldi danskra presta sem þarf aðstoð fagmanna vegna streitu þrefaldaðist frá árinu 2008 til ársins 2015. Alls fengu 646 prestar aðstoð sálfræðinga, geðlækna og annarra fagmanna á tímabilinu. Í helmingi tilfellanna fengu prestarnir aðstoð sálfræðings.

Í Kristilega Dagblaðinu er haft eftir sagnfræðingnum Henrik Jensen að áður hafi prestar fengið aðstoð annarra presta en nú séu aðrir tímar. Þeir fái betri aðstoð vegna streitunnar hjá sérfræðingum. 

Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×