Erlent

Mestur kostnaður af reykingum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Reykingar eru helsta ástæða þess að Danir deyja fyrir aldur fram.
Reykingar eru helsta ástæða þess að Danir deyja fyrir aldur fram. vísir/afp
Engir lestir Dana kosta danska samfélagið jafnmikið og reykingar, að því er fram kemur í skýrslu dönsku lýðheilsustofnunarinnar. Árið 2013 var kostnaðurinn vegna reykinga 39 milljarðar danskra króna, bæði vegna lækniskostnaðar og áætlaðs framleiðslutaps. Sautján prósent Dana reykja daglega.

Áætlað er að áfengisneysla hafi kostað danska samfélagið 8,1 milljarð króna.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að svefntruflanir, hreyfingarleysi og ofþyngd séu áhættuþættir sem valdi árlega margra milljarða króna kostnaði. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Nú reykja aðeins tíu prósent þjóðarinnar

Þeir sem reykja daglega eru 10% Íslendinga yfir 18 ára aldri en voru 14% árið 2014. Þessi lækkun er í samræmi við aðrar kannanir á reykingum Íslendinga, samkvæmt könnun Embættis landlæknis á nokkrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Lítill munur er á milli kynja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×