Erlent

Óttast nýja öldu átaka í Líbíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, GNA, hefur misst þriðju oliuhöfnina í landinu. Óttast er að umfangsmikil átök muni blossa aftur upp í landinu. Um er að ræða hafnir sem eru mikilvægar fjáröflun ríkisstjórnarinnar en önnur ríkisstjórn í austurhluta landsins hefur nú náð völdum þar.

Í tilkynningu frá GNA segir að hernám borganna sé brot gegn fullveldi Líbíu og er kallað eftir því að allar fylkingar sem styðji ríkisstjórnina vinna saman að því að ná höfnunum aftur.

Líbía er einn stærsti olíuframleiðandi Afríku og er áætlað að þar megi finna um 48 milljarða tunna af olíu. Eftir að átökin hófust þar í landi árið 2010 og Muammar Gaddafi var komið frá völdum hefur framleiðsla dregist gífurlega saman. Úr um 1,5 milljónum tunna á dag í um 200 þúsund.

Sveitir GNA hafa staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reka vígamenn Íslamska ríkisins frá borginni Sirte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×