Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2016 19:14 Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun. Vísir/BS Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti og yfir á planið fyrir framans Bæjarins besta í miðborg Reykjavíkur í dag. Þetta staðfestir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi. „Það leikur grunur á um átt hafi verið við öryggisbúnað þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung,“ segir Eyjólfur.Sjá einnig: Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtuKraninn féll á planið við Bæjarins bestuVísir/GVAÖryggisbúnaðurinn virkar þannig að hann á að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ segir Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem var á vettvangi, í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast.Sjá einnig: Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögreglunaKraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Sem betur fer virðist þó hafa færri verið röð en vanalega. Sá sem næstur var í röðinni byrjaði að vara alla við þegar vart varð við það að kraninn væri að fara á hliðina og æpti á fólk að koma sér í burtu. Lögregla og Vinnueftirlitið fara með rannsókn málsins. Tengdar fréttir Héðinn og hans menn sluppu naumlega frá krananum Voru nýfarnir í mat þegar kraninn lagðist á hliðina. 29. september 2016 13:32 Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna Vinkonurnar Bryndís Arna Bridde og Tinna Marín Sigurðardóttir sátu á bekk við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur þegar krani féll á planið á tólfta tímanum. 29. september 2016 13:28 Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Grunur leikur á um að átt hafi verið við öryggisbúnað kranans sem féll á hús í byggingu við Hafnarstræti og yfir á planið fyrir framans Bæjarins besta í miðborg Reykjavíkur í dag. Þetta staðfestir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, í samtali við Vísi. „Það leikur grunur á um átt hafi verið við öryggisbúnað þannig að hann myndi ekki slá út þegar byrðin væri orðin of þung,“ segir Eyjólfur.Sjá einnig: Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtuKraninn féll á planið við Bæjarins bestuVísir/GVAÖryggisbúnaðurinn virkar þannig að hann á að slá út þegar verið er að lyfta of þungu hlassi og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að lyfta hlassinu. „Það er þekkt að menn séu að reyna að svindla á þessu og lyfta meiru en kraninn lyftir. Í þessu tilviki leikur grunur á um að slíkt hafi átt sér stað og lögreglan er að rannsaka það,“ segir Eyjólfur sem segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem var á vettvangi, í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri með ólíkindum að enginn hafi slasast.Sjá einnig: Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögreglunaKraninn féll yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu þar sem vanalega er talsvert að fólki að bíða í röð eftir pylsunum frægu. Sem betur fer virðist þó hafa færri verið röð en vanalega. Sá sem næstur var í röðinni byrjaði að vara alla við þegar vart varð við það að kraninn væri að fara á hliðina og æpti á fólk að koma sér í burtu. Lögregla og Vinnueftirlitið fara með rannsókn málsins.
Tengdar fréttir Héðinn og hans menn sluppu naumlega frá krananum Voru nýfarnir í mat þegar kraninn lagðist á hliðina. 29. september 2016 13:32 Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna Vinkonurnar Bryndís Arna Bridde og Tinna Marín Sigurðardóttir sátu á bekk við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur þegar krani féll á planið á tólfta tímanum. 29. september 2016 13:28 Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12 Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Héðinn og hans menn sluppu naumlega frá krananum Voru nýfarnir í mat þegar kraninn lagðist á hliðina. 29. september 2016 13:32
Algjört sjokk, grétu og hringdu á lögregluna Vinkonurnar Bryndís Arna Bridde og Tinna Marín Sigurðardóttir sátu á bekk við Bæjarins Beztu í miðbæ Reykjavíkur þegar krani féll á planið á tólfta tímanum. 29. september 2016 13:28
Sá sem var næstur í röðinni á Bæjarins bestu æpti á alla að koma sér í burtu "Vagninn hefði farið í mask ef þetta hefði lent á honum.“ 29. september 2016 12:12
Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Engin tilkynning hefur borist um slys á fólki. 29. september 2016 11:53