Chelsea Manning dæmd í 14 daga einangrun vegna sjálfsmorðstilraunar nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 22:10 Manning afplánar dóm í Fort Leavenworth herfangelsinu í Kansas. vísir/afp Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum. Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Chelsea Manning hefur verið dæmd til fjórtán daga einangrunarvistar vegna sjálfsmorðstilraunar sem hún reyndi í júlí og fyrir að hafa haft ómerkta bók í fangaklefa sínum. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2013 fyrir að hafa lekið hundruð þúsundum gagna um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan til WikiLeaks. Hún afplánar dóm sinn í Fort Leavenworth fangelsinu í Kansas en það er fangelsi fyrir hermenn sem hafa brotið af sér. Fangelsisyfirvöld gáfu Manning það að sök að hafa með sjálfsmorðstilraun sinni spillt þeim góða aga sem ríkir í fangelsinu. Manning er transkona en hefur ekki enn gengist undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún hóf hormónameðferð innan veggja fangelsisins fyrir um einu og hálfu ári og fékk í síðustu viku fregnir þess efnis að herinn hefði veitt henni leyfi til þess að gangast undir aðgerð. Henni hafði um langt skeið verið neitað aðgerð en fékk loks grænt ljós eftir fimm daga hungurverkfall fyrr í mánuðinum. Fékk aðeins klukkustund til þess að undirbúa sig Manning, sem er reglulegur pistlahöfundur The Guardian, tjáði sig um málið í pistli á þriðjudag. Hún gagnrýndi meðal annars verklag fangelsisyfirvalda við refsinguna. Manning þurfti að undirbúa varnarræðu sem hún flutti fyrir stjórnina áður en hún tók ákvörðun um einangrunarvistina en fékk aðeins klukkustund til þess að líta yfir meira en hundrað blaðsíðna skýrslu um brot hennar. Hún fékk ekki að ráðfæra sig við lögmann vegna málsins. Þegar Manning blaðaði í gegnum skýrsluna sá hún jafnframt ljósmynd af sjálfri sér sem tekin var skömmu eftir sjálfsmorðstilraunina. „Þessi mynd truflaði mig. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hún kvaldi mig meira en allar þær líkamlegu þjáningar og harðræði sem ég upplifað,“ skrifaði Manning í pistlinum. Manning hefur þurft að þola miklar raunir frá því hún hóf afplánun sína 2013. Henni hefur meðal annars verið meinuð læknisaðstoð, henni hefur verið hótuð einangrunarvist og var refsað fyrir að hafa haft útrunnið tannkrem í klefa sínum.
Tengdar fréttir Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42 Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14 Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10 Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12 Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Chelsea Manning kannski í meðferð vegna kynleiðréttingar á næstunni Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill færa hana í ríkisfangelsi svo hún geti hafið meðferð. 16. maí 2014 10:42
Bradley Manning í kynleiðréttingu Hefur óskað eftir að hefja hormónameðferð eins fljótt og auðið er. Biður um stuðning almennings. 22. ágúst 2013 12:14
Chelsea Manning fer í hormónameðferð Manning var talin í hættu á að gelda sig og fremja sjálfsmorð, færi hún ekki í meðferð. 13. febrúar 2015 14:10
Bradley Manning dæmdur í 35 ára fangelsi Herdómstóll í Bandaríkjunum hefur ákvarðað refsingu Bradley Mannings. Hann á möguleika á náðun eftir áratug. 21. ágúst 2013 14:12
Chelsea Manning skrifar fyrir Guardian Bandaríski uppljóstrarinn mun skrifa skoðanagreinar um kyn, stríð og upplýsingafrelsi. 10. febrúar 2015 22:47