Samfylkingin vill ókeypis heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. september 2016 13:12 Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira