Fótbolti

Birkir skoraði en Rúnar Alex meiddist

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birkir fagnar í leik með Basel.
Birkir fagnar í leik með Basel. vísir/getty
Birkir Bjarnason var á skotskónum fyrir lið sitt, Basel, í svissneska boltanum í kvöld.

Hann jafnaði leikinn gegn Lausanne rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. Það var svo Eder Alvarez sem tryggði Basel sigurinn í uppbótartíma. Basel með yfirburðastöðu á toppi deildarinnar.

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð að fara meiddur af velli rétt fyrir hlé er lið hans, Nordsjælland, sótti Horsens heim í danska boltanum.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli en Kjartan Henry Finnbogason spilaði síðustu 20 mínútur leiksins fyrir Horsens. Horsens um miðja deild en Nordsjælland í fallbaráttu.

Björn Daníel Sverrisson og Elmar Bjarnason voru báðir í liði AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland. AGF í sjöunda sæti deildarinnar.

Rosenborg var á ferðinni í norska bikarnum þar sem liðið sótti Tromsö heim. Matthías Vilhjálmsson kom af bekknum í liði Rosenborg á 73. mínútu en Aron Sigurðarson kom af bekk Tromsö í framlengingunni.

1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma og því varð að framlengja. Ekkert var skorað þar og því fóru liðin í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Rosenborg betur, 3-5. Bæði Aron og Matthías nýttu spyrnur sínar í vítakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×