Fótbolti

Jafntefli í toppslagnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur á hliðarlínunni með Randers.
Ólafur á hliðarlínunni með Randers. vísir/getty
Íslendingaliðið Randers gerði jafntefli, 2-2, gegn FCK í toppslag dönsku úrvalsdeilarinnar í kvöld.

FCK í fyrsta sæti fyrir leikinn, þrem stigum á undan Randers.

FCK komst yfir í leiknum en Randers kom til baka og leiddi, 2-1, er rúmur hálftími var eftir af leiknum. FCK náði að skora 11 mínútum fyrir leikslok og tryggja sér stig.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers sem Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfar.

Lið Arnórs Ingva Traustasonar, Rapid Wien, er komið áfram í bikarnum í Austurríki eftir 0-1 sigur á Leobendorf. Arnór Ingvi kom ekki við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×