PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2016 14:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gerði samning við japanska tölvuleikjaframleiðandann Konami um réttindin að íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu fyrir fótboltaleikinn Pro Evolution Soccer 2016 (PES). Í apríl síðastliðnum var gerð uppfærsla á leiknum vegna Evrópumótsins í Frakklandi síðastliðið sumar. Íslenska liðið keppti á því móti en Konami gerði þá samkomulag við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að fá að hafa mótið í sínum leik og þurfti þá einnig að gera samning við knattspyrnusamböndin sem áttu lið á mótinu.Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, deildi tíðindum dagsins með fylgjendum sínum á Twitter.EA sports @footballiceland is not in the game...#FIFA17— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) September 20, 2016 Þar á meðal var íslenska landsliðið en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir Konami hafa boðið betur en EA Sports en fréttir hafa verið sagðar af því í dag að KSÍ hefði hafnað tilboði EA Sports um að vera í FIFA 17 sem er væntanlegur í verslanir á næstu vikum.Sjá einnig: KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón krónaGeir Þorsteinsson sagði við Vísi fyrr í dag að aðilar frá EA Sports hefðu haft samband við KSÍ í ágúst síðastliðnum að verið væri að leggja lokahönd á FIFA 17 leikinn en þeir vildu ná íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu inn í leikinn á lokametrunum. Geir sagði tilboð EA Sports hafa verið of lágt, í fyrstu sagði Geir við Vísi að tilboðið hefði numið um einni milljón króna en í samtali við RÚV síðar í dag sagði hann tilboðið hafa numið á aðra milljón króna. Viðræður KSÍ við EA Sports hefðu siglt í strand og því verður liðið ekki í FIFA 17. En eins og áður segir náðust samningar á milli KSÍ og Konami um réttindin að liðinu í PES. Aðspurður hvað Konami greiddi fyrir réttindin segir Geir það hafa verið hærra en það sem EA Sports bauð.Er verið að tala um nokkrar milljónir eða tugi milljóna?„Það er ekkert verið að tala um neinar tugi milljóna,“ svarar Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
GameTíví: Íslenska landsliðið í PES Þeir Óli og Sverrir skoða hvernig strákarnir okkar líta út eftir uppfærslu Pro Evolution Soccer. 11. apríl 2016 15:06