Fótbolti

Tap í lokaleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum.
Stelpurnar unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum. mynd/ksí
Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði 0-3 fyrir Finnlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2017.

Þetta var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum en bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Þrátt fyrir tapið komast íslensku stelpurnar áfram í milliriðil en þangað komast sigurvegarar riðlanna 11 í undankeppninni og þau 10 lið sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna.

Milliriðlarnir verða leiknir í apríl á næsta ári og um sumarið fer lokakeppnin svo fram í N-Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×