Enski boltinn

Kane hugsanlega frá í tvo mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kane skoraði og meiddist í sigrinum á Sunderland á sunnudaginn.
Kane skoraði og meiddist í sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. vísir/getty
Óttast er að Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, verði frá keppni í tvo mánuði vegna ökklameiðsla.

Kane meiddist í 1-0 sigri Tottenham á Sunderland á sunnudaginn og sást yfirgefa White Hart Lane á hækjum.

Talið er að Kane hafi skaddað liðbönd í ökkla og verði frá í 6-8 vikur. Tottenham hefur ekki staðfest hversu alvarleg meiðslin eru en beðið er eftir niðurstöðum úr annarri myndatöku.

Kane, sem var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra, skoraði sigurmark Tottenham gegn Sunderland en það var annað mark hans á tímabilinu.

Tottenham hefur náð í 11 stig í fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í 3. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×