Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 07:00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu skattamál í gær. Þeirra á meðal voru Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy, Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson. vísir/gva Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira