Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 07:00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu skattamál í gær. Þeirra á meðal voru Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy, Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson. vísir/gva Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira