Vondu lífeyrissjóðirnir Jón L. Árnason skrifar 5. október 2016 14:44 Stundum er eins og litið sé á lífeyrissjóðina á Íslandi sem einhvers konar marghöfða þurs sem ekkert gott á skilið. Þeim er kennt um það sem miður fer og reynt er með öllum ráðum að komast í þá digru sjóði sem þar eru sagðir leynast og munu eflaust tapast hvort eð er, ef marka má sjálfskipaða álitsgjafa af ýmsu tagi. Þegar betur er að gáð sést að hér er mikill misskilningur á ferðinni. Lífeyrissjóðir eru skilgreindir sem félög um almannahagsmuni. Þeir eru í raun og veru í eigu fólksins í landinu – sjóðfélaganna sjálfra – og hlutverk þeirra er gríðarlega mikilvægt: Að greiða út ellilífeyri frá því látið er af störfum og alveg þar til viðkomandi fellur frá, örorkulífeyri ef til starfsorkumissis kemur og maka- og barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga. Allir landsmenn hafa hag af því að vel takist til með ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna og að áhættu sé dreift á mismunandi eignaflokka þannig að þola megi niðursveiflu á tilteknum mörkuðum án þess að það komi niður á ávöxtun í heild.Sjóðfélagalán Sá eignaflokkur sem reynst hefur lífeyrissjóðum einna best er lán til sjóðfélaga. Lánin eru ekki háð verðsveiflum á hlutabréfa- eða skuldabréfamarkaði og stuðla þannig að áhættudreifingu í eignasöfnum. Þau eru tryggð með traustum veðum í íbúðarhúsnæði og reynslan hefur sýnt að vanskil eru fátíð. Lífsverk lífeyrissjóður reið á vaðið með hagstæð lán fyrir sjóðfélaga með 3,5% vöxtum, sem þá voru langt fyrir neðan vexti íbúðalánasjóðs á þeim tíma, sbr. mynd. Vextir héldust óbreyttir þar til í byrjun árs 2009 er þeir voru hækkaðir í 3,7% en hafa nú aftur verið færðir í fyrra horf. Að auki býður sjóðurinn nú óverðtryggð lán sem eru með 6,5% vöxtum, sem eru breytilegir á sex mánaða fresti.Þessi kjör Lífsverks eru með því besta sem gerist á íslenskum lánamarkaði en þar eru lífeyrissjóðir í fararbroddi. Bankar og fjármálastofnanir hafa ekki boðið sambærileg kjör. Því vekur það furðu að Samtök fjármálafyrirtækja skuli stinga uppá því að lífeyrissjóðum verði meinað að lána til sjóðfélaga sinna. Að baki þeirri ályktun getur ekki legið annað en sérhagsmunagæsla og þar er lítt hugað að því sem almenningi er fyrir bestu. Margir telja þó að vextir á Íslandi séu alveg nógu háir.Skattlagning Ísland og Holland eru í sérflokki er kemur að söfnun í lífeyrissjóði fyrir landsmenn sína. Eignir lífeyriskerfisins á Íslandi námu í árslok 2015 um 3.500 milljörðum, sem samsvarar 157% af vergri landsframleiðslu. Margar aðrar þjóðir búa við svokallað gegnumstreymiskerfi, þar sem staðið er straum af lífeyrisgreiðslum með því að skattleggja næstu kynslóðir á eftir. Eftir því sem eldri borgurum fjölgar á kostnað hinna yngri gefur auga leið að sanngjarnt verður að teljast að hver kynslóð fyrir sig standi straum að kostnaði í ellinni. Vegna þess hversu vel Ísland stendur í þessum efnum kemur ekki á óvart að stjórnmálamenn renni á lyktina þegar leitað er að fjármagni. Eftir hrun voru heimilaðar tímabundnar útgreiðslur úr séreignarsparnaði, sem eflaust hefur komið mörgum vel og réttlæta má í ljósi þeirrar sérstöku stöðu sem uppi var, þó að varlega verði að fara í þeim efnum. Öllu verra er hins vegar þegar því er hent á loft að skattleggja eigi lífeyrissjóðina sérstaklega. Þeir sem því halda fram skilja ekki starfsemi lífeyrissjóðanna, sbr. það sem vikið er að í upphafi þessarar greinar. Iðgjöld sjóðfélaga mynda eignir sjóðanna og greiddur er tekjuskattur af þeim og ávöxtun þeirra við töku lífeyris. Öll viðbótarskattheimta stenst enga skoðun og fer ekki saman við hagsmuni almennings. Skattlagning lífeyrissjóða er að sjálfsögðu ekkert annað en tvísköttun af sama peningnum. Við eigum að hugsa hlýlega til lífeyrissjóðanna. Þeir eru sameiginleg auðlind okkar allra. Við megum ekki láta glepjast af skyndilegum hugdettum, sem verða til þess að rýra hagsmuni almennings til langs tíma. Jón L. Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og litið sé á lífeyrissjóðina á Íslandi sem einhvers konar marghöfða þurs sem ekkert gott á skilið. Þeim er kennt um það sem miður fer og reynt er með öllum ráðum að komast í þá digru sjóði sem þar eru sagðir leynast og munu eflaust tapast hvort eð er, ef marka má sjálfskipaða álitsgjafa af ýmsu tagi. Þegar betur er að gáð sést að hér er mikill misskilningur á ferðinni. Lífeyrissjóðir eru skilgreindir sem félög um almannahagsmuni. Þeir eru í raun og veru í eigu fólksins í landinu – sjóðfélaganna sjálfra – og hlutverk þeirra er gríðarlega mikilvægt: Að greiða út ellilífeyri frá því látið er af störfum og alveg þar til viðkomandi fellur frá, örorkulífeyri ef til starfsorkumissis kemur og maka- og barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga. Allir landsmenn hafa hag af því að vel takist til með ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna og að áhættu sé dreift á mismunandi eignaflokka þannig að þola megi niðursveiflu á tilteknum mörkuðum án þess að það komi niður á ávöxtun í heild.Sjóðfélagalán Sá eignaflokkur sem reynst hefur lífeyrissjóðum einna best er lán til sjóðfélaga. Lánin eru ekki háð verðsveiflum á hlutabréfa- eða skuldabréfamarkaði og stuðla þannig að áhættudreifingu í eignasöfnum. Þau eru tryggð með traustum veðum í íbúðarhúsnæði og reynslan hefur sýnt að vanskil eru fátíð. Lífsverk lífeyrissjóður reið á vaðið með hagstæð lán fyrir sjóðfélaga með 3,5% vöxtum, sem þá voru langt fyrir neðan vexti íbúðalánasjóðs á þeim tíma, sbr. mynd. Vextir héldust óbreyttir þar til í byrjun árs 2009 er þeir voru hækkaðir í 3,7% en hafa nú aftur verið færðir í fyrra horf. Að auki býður sjóðurinn nú óverðtryggð lán sem eru með 6,5% vöxtum, sem eru breytilegir á sex mánaða fresti.Þessi kjör Lífsverks eru með því besta sem gerist á íslenskum lánamarkaði en þar eru lífeyrissjóðir í fararbroddi. Bankar og fjármálastofnanir hafa ekki boðið sambærileg kjör. Því vekur það furðu að Samtök fjármálafyrirtækja skuli stinga uppá því að lífeyrissjóðum verði meinað að lána til sjóðfélaga sinna. Að baki þeirri ályktun getur ekki legið annað en sérhagsmunagæsla og þar er lítt hugað að því sem almenningi er fyrir bestu. Margir telja þó að vextir á Íslandi séu alveg nógu háir.Skattlagning Ísland og Holland eru í sérflokki er kemur að söfnun í lífeyrissjóði fyrir landsmenn sína. Eignir lífeyriskerfisins á Íslandi námu í árslok 2015 um 3.500 milljörðum, sem samsvarar 157% af vergri landsframleiðslu. Margar aðrar þjóðir búa við svokallað gegnumstreymiskerfi, þar sem staðið er straum af lífeyrisgreiðslum með því að skattleggja næstu kynslóðir á eftir. Eftir því sem eldri borgurum fjölgar á kostnað hinna yngri gefur auga leið að sanngjarnt verður að teljast að hver kynslóð fyrir sig standi straum að kostnaði í ellinni. Vegna þess hversu vel Ísland stendur í þessum efnum kemur ekki á óvart að stjórnmálamenn renni á lyktina þegar leitað er að fjármagni. Eftir hrun voru heimilaðar tímabundnar útgreiðslur úr séreignarsparnaði, sem eflaust hefur komið mörgum vel og réttlæta má í ljósi þeirrar sérstöku stöðu sem uppi var, þó að varlega verði að fara í þeim efnum. Öllu verra er hins vegar þegar því er hent á loft að skattleggja eigi lífeyrissjóðina sérstaklega. Þeir sem því halda fram skilja ekki starfsemi lífeyrissjóðanna, sbr. það sem vikið er að í upphafi þessarar greinar. Iðgjöld sjóðfélaga mynda eignir sjóðanna og greiddur er tekjuskattur af þeim og ávöxtun þeirra við töku lífeyris. Öll viðbótarskattheimta stenst enga skoðun og fer ekki saman við hagsmuni almennings. Skattlagning lífeyrissjóða er að sjálfsögðu ekkert annað en tvísköttun af sama peningnum. Við eigum að hugsa hlýlega til lífeyrissjóðanna. Þeir eru sameiginleg auðlind okkar allra. Við megum ekki láta glepjast af skyndilegum hugdettum, sem verða til þess að rýra hagsmuni almennings til langs tíma. Jón L. Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Lífsverks lífeyrissjóðs.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar