Viðskipti innlent

Tap Fréttatímans tvöfaldast

Hafliði Helgason skrifar
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson tóku við sem ritstjórar Fréttatímans um áramótin.
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson tóku við sem ritstjórar Fréttatímans um áramótin. Vísir/Valli
Morgundagur ehf., útgefandi Fréttatímans, tapaði 13,5 milljónum króna árið 2015 sem er tæplega tvöfalt meira en árið áður.

Tekjur félagsins drógust saman um tíu milljónir í fyrra og námu 384 milljónum króna. Eigið fé félagsins var í lok árs nam 22 milljónum króna og handbært fé tæpum 29 milljónum króna.

Fréttatíminn hefur boðað fjölgun útgáfudaga úr tveimur í þrjá. Uppsafnað skattalegt tap félagsins nemur nú 29 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×