Viðskipti innlent

Centerhotels kaupa í Aðalstræti

Sæunn Gísladóttir skrifar
Söluverð fasteignanna er um 2.465 milljónir kr. og greiðist með reiðufé.
Söluverð fasteignanna er um 2.465 milljónir kr. og greiðist með reiðufé.
Skrifað hefur verið undir kaupsamning við Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. um kaup hins síðarnefnda á öllum eignarhlutum félagsins í Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík. 

Fram kemur í tilkynningu frá Reitum að afhending hins selda miðast við 1. október 2016. Kaupandi hefur leigt af félaginu hluta hins selda undir rekstur Centerhotel Plaza, en salan er gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í leigusamningi.

Söluverð fasteignanna er um 2.465 milljónir kr. og greiðist með reiðufé. Til viðbótar mun fara fram uppgjör á framkvæmdakostnaði sem nemur um 200 milljónum kr. í bókum Reita. Eftir söluna og framangreint uppgjör mun áætlaður rekstrarhagnaður Reita lækka um 175 milljónir kr. á ársgrundvelli.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×