Þorum við að hafna einhverju? Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 5. október 2016 10:00 Fyrirtæki taka sjaldnast nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Sérhver stefnumarkandi ákvörðun er aldrei farsælli en innleiðing hennar og reynslumiklir leiðtogar vita að það er ómögulegt að innleiða allt sem okkur langar til. Ástæðan er sú að ef innleiðing á að vera farsæl og ná alla leið þarf að laga skipulag, innviði, og ferla fyrirtækisins að þeim áherslum sem urðu ofan á. Það er ógerningur ef við veljum ekki eitthvað burt. Treacy og Wiersema færa rök fyrir því með „The Value Discipline Model“ að fyrirtæki sem ná leiðandi stöðu á markaði leggi alltaf áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini sína. Þeir lýsa því hvernig leiðtogarnir í hverjum geira á hverjum markaði hafa náð að skilgreina hvert mesta virðið er fyrir viðskiptavini á þeim markaði. Síðan móta þeir sterkt viðskiptamódel sem skilar mun meira virði til viðskiptavinarins en samkeppnin. Fyrirtæki með afgerandi forystu á markaði gera það með því að skerpa fókusinn, ekki breikka hann. Þau ná markaðsyfirburðum með því að leggja áherslu á að vera framúrskarandi í einni af þremur meginvíddum til að hámarka virði fyrir viðskiptavininn. Sú fyrsta er viðskiptavinanánd (customer intimacy) – þar sem fókusinn er á að markhópagreina í þaula, að vita „allt“ um viðskiptavininn og hegðun hans til að geta skilað honum hnitmiðuðu hámarksvirði. Í öðru lagi er forysta í vöruþróun (product leadership), þar sem allt fyrirtækið er sérsniðið í kringum vöruþróun, viðskiptavinir þess upplifa mesta virðið í því að fá nýjar vörur og þjónustu. Þriðja víddin er framúrskarandi ferlastjórnun (operational excellence) sem tryggir skjóta áhyggju- og hnökralausa afhendingu á vöru með fókus á samkeppnishæft verð. Rannsóknir sýna að framúrskarandi fyrirtæki velja og hafna. Þau velja að verða framúrskarandi í einni af þessum þremur víddum en halda samkeppnishæfni í hinum tveimur. Þannig ná þau forskoti á markaði sem aðrir eiga í stökustu vandræðum með að fylgja, því forystufyrirtækið lyftir jafnt og þétt væntingavísitölu markaðarins upp á hærra plan eftir því sem markaðurinn eltir. Að hafa stefnuna það skýra að allir viti hvað trompar hvað á hverjum tíma auðveldar stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækjanna að ná hámarksárangri í vegferðinni að sameiginlegum sigri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Fyrirtæki taka sjaldnast nógu skýrt fram hverju er fórnað þegar ákveðnar áherslur eru valdar. Sérhver stefnumarkandi ákvörðun er aldrei farsælli en innleiðing hennar og reynslumiklir leiðtogar vita að það er ómögulegt að innleiða allt sem okkur langar til. Ástæðan er sú að ef innleiðing á að vera farsæl og ná alla leið þarf að laga skipulag, innviði, og ferla fyrirtækisins að þeim áherslum sem urðu ofan á. Það er ógerningur ef við veljum ekki eitthvað burt. Treacy og Wiersema færa rök fyrir því með „The Value Discipline Model“ að fyrirtæki sem ná leiðandi stöðu á markaði leggi alltaf áherslu á að skapa virði fyrir viðskiptavini sína. Þeir lýsa því hvernig leiðtogarnir í hverjum geira á hverjum markaði hafa náð að skilgreina hvert mesta virðið er fyrir viðskiptavini á þeim markaði. Síðan móta þeir sterkt viðskiptamódel sem skilar mun meira virði til viðskiptavinarins en samkeppnin. Fyrirtæki með afgerandi forystu á markaði gera það með því að skerpa fókusinn, ekki breikka hann. Þau ná markaðsyfirburðum með því að leggja áherslu á að vera framúrskarandi í einni af þremur meginvíddum til að hámarka virði fyrir viðskiptavininn. Sú fyrsta er viðskiptavinanánd (customer intimacy) – þar sem fókusinn er á að markhópagreina í þaula, að vita „allt“ um viðskiptavininn og hegðun hans til að geta skilað honum hnitmiðuðu hámarksvirði. Í öðru lagi er forysta í vöruþróun (product leadership), þar sem allt fyrirtækið er sérsniðið í kringum vöruþróun, viðskiptavinir þess upplifa mesta virðið í því að fá nýjar vörur og þjónustu. Þriðja víddin er framúrskarandi ferlastjórnun (operational excellence) sem tryggir skjóta áhyggju- og hnökralausa afhendingu á vöru með fókus á samkeppnishæft verð. Rannsóknir sýna að framúrskarandi fyrirtæki velja og hafna. Þau velja að verða framúrskarandi í einni af þessum þremur víddum en halda samkeppnishæfni í hinum tveimur. Þannig ná þau forskoti á markaði sem aðrir eiga í stökustu vandræðum með að fylgja, því forystufyrirtækið lyftir jafnt og þétt væntingavísitölu markaðarins upp á hærra plan eftir því sem markaðurinn eltir. Að hafa stefnuna það skýra að allir viti hvað trompar hvað á hverjum tíma auðveldar stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækjanna að ná hámarksárangri í vegferðinni að sameiginlegum sigri.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar