Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Hulda Hólmkelsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 4. október 2016 13:18 Af fundi Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/GVA Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira