Viðskipti innlent

Milljónasti við­skipta­vinurinn fundinn: „Hef aldrei unnið svona áður“

Tinni Sveinsson skrifar
Kolbrún Eva Viktorsdóttir datt í lukkupottinn.
Kolbrún Eva Viktorsdóttir datt í lukkupottinn.
Fyrir helgi bauð Aðalskoðun upp á beina útsendingu frá skoðunarstöðvum sínum á meðan beðið var eftir því að milljónasti bílinn kæmi í skoðun hjá fyrirtækinu.

Streymt var frá fimm af átta skoðunarstöðvum Aðalskoðunar í tvo daga þar til milljónasti viðskiptavinurinn rúllaði á svæðið en veglegir vinningar voru eyrnamerktir honum.

Kolbrún Eva Viktorsdóttir datt í lukkupottinn og var númer milljón. Hún kom með bílinn í skoðun á skoðunarstöð Aðalskoðunar í Grjóthálsi og ætlaði vart að trúa því að hún hefði unnið vinningana, flug fyrir tvo til Evrópu og fría skoðun næstu tíu árin.

„Kærastinn minn sendi mig með bílinn í skoðun og spurði hvort ég nennti ekki að vera númer milljón. Ég hef aldrei unnið neitt svona og er algjörlega orðlaus. Ég er ennþá að átta mig á þessu,” sagði Kolbrún Eva.

Ómar Þorgils Pálmason, eigandi Aðalskoðunar, segir að mikil aukning hafi orðið á umferð á stöðvarnar á meðan beðið var eftir milljónasta viðskiptavininum. „Beinu útsendingarnar gengu vonum framar og fengu ótrúlegt áhorf. Mikill fjöldi af fólki kom.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af því þegar Kolbrúnu Evu var komið á óvart á föstudaginn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×