Enski boltinn

Betri árangur hjá Van Gaal í fyrra en hjá Mourinho í ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þið hefðuð átt að kvarta meira gæti Van Gaal verið að hugsa núna.
Þið hefðuð átt að kvarta meira gæti Van Gaal verið að hugsa núna. vísir/getty
Þrátt fyrir miklar breytingar á liði Man. Utd og jákvæðni margra stuðningsmanna þá var byrjun félagsins á síðustu leiktíð undir stjórn Louis van Gaal betri en byrjun liðsins í vetur undir stjórn Jose Mourinho.

Undir stjórn Van Gaal var United með 16 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar í fyrra. United er aðeins með 13 stig eftir sjö leiki undir stjórn Mourinho.

Eftir að hafa eytt 150 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar stóðu vonir og væntingar félagsins til betri byrjunar hjá liðinu. Eftir flotta byrjun fór að halla undan fæti hjá United sem náði ekki einu sinni að vinna botnlið Stoke um síðustu helgi. Stoke komst upp úr botnsætinu með stiginu en er í næstneðsta sæti.

United-liðið hefur skorað einu marki meira en á sama tíma í fyrra en lið Van Gaal fékk þremur færri mörkum á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×