Enski boltinn

Síðasta spyrna leiksins tryggði Arsenal sigurinn

Ólöglegt mark franska miðvarðarins Laurent Koscielny á lokasekúndum leiksins tryggði Arsenal stigin þrjú í 1-0 sigri á Burnley í lokaleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar en skot Koscielny virtist fara af hendi hans og í netið.

Arsenal var búið að vera mun sterkari aðilinn allan leikinn en nýliðar Burnley virtust ætla að ná að halda út því staðan var enn markalaus undir lok venjulegs leiktíma.

Arsenal fékk hornspyrnu á 92. mínútu og var það ljóst að þetta yrði síðasta tilraun þeirra í leiknum en þá náði Koscielny að stýra boltanum í netið af stuttu færi eftir skalla Alex Oxlade-Chamberlain.

Skot hans virtist vera á leiðinni yfir markið en af hendi hans fór bolrtinn aftur niður og í netið en Burnley náði varla að taka miðju áður en dómari leiksins flautaði af.

Með sigrinum lyfti Arsenal sér upp í 3. sæti ensku deildarinnar, upp fyrir Liverpool á markatölu en tvö stig eru í topplið Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×