Viðskipti innlent

Leiðréttir lán neytenda vegna rangrar vísitölu

Atli Ísleifsson skrifar
Hagstofan gerði mistök við útreikning á neysluvísitölunni.
Hagstofan gerði mistök við útreikning á neysluvísitölunni. Vísir/Rósa Jóhannsdóttir
Landsbankinn hefur ákveðið að leiðrétta lán viðskiptavina sinna fyrir það tímabil sem neysluvísitalan var rangt reiknuð af Hagstofunni vegna mistaka. Kostnaður bankans við leiðréttinguna er sagður nema nokkrum tugum milljóna króna.

Í tilkynningu frá bankanum segir að um þúsund viðskiptavinir Landsbankans hafi tekið verðtryggð neytendalán, einkum íbúðalán, meðan neysluvísitalan var rangt reiknuð.

„Þeir viðskiptavinir Landsbankans sem yrðu fyrir tjóni vegna þessara mistaka þurfa ekki að hafa áhyggjur af hækkun á lánum sínum. Landsbankinn hefur ákveðið að leiðrétta lán viðskiptavina sinna að eigin frumkvæði og án skyldu.“  

Bankinn mun leiðrétta verðtryggð neytendalán, sem tekin voru á þessu tímabili, með innborgun á lánin sem nemur hækkuninni sem af mistökum Hagstofunnar leiðir.

„Landsbankinn mun á næstu vikum, reikna út og endurgreiða mismuninn inná höfuðstól lánanna. Fyrirséð er að einhvern tíma mun taka að framkvæma leiðréttinguna en viðskiptavinir fá tilkynningu um innborgunina þegar að henni kemur,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×