Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 18:21 Aleppo er nú líklega sá staður sem kemst nú hvað næst því að vera helvíti á jörðu. Aðstæður voru hörmulegar fyrir en frá því á föstudag í síðustu viku hefur stjórnarher Bashar al Assads látið sprengjum rigna yfir íbúðahverfi þar sem almennir borgarar eru í herkví á heimilum sínum. Í gær var mánaðargamalli stúlku bjargað úr húsarústum eftir sprengju, en á aðeins viku hafa yfir 100 börn dáið og 200 til viðbótar særst, sum mjög alvarlega. „Þetta eru ekki hernaðarleg hverfi, heldur svæði þar sem fólk býr. Það hefur engan öruggan stað til að fara á. Það er engin leið til þess að vernda börnin þarna, þegar sú ákvörðun er tekin að varpa sprengjum á þétta íbúðabyggð," sagði Kieran Dwyer, talsmaður UNICEF í Sýrlandi, þegar fréttastofa Stöðvar2 ræddi við hann frá Damaskus.Fréttastofa ræddi við Kieran Dwyer talsmann UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, frá Damaskus í Sýrlandi.Vita aldrei hvar næsta sprengja fellur Síðustu daga hafa skelfilegar fréttamyndir borist af því þegar börn eru dregin blóðug úr húsarústum eftir loftárásir. Það sem ekki sést hinsvegar eru hin andlegu ör sem börnin bera vegna áfallsins. Kieran segir að börn um allt Sýrland upplifi fullkomna skelfingu og ógn á hverjum einasta degi, sérstaklega á umsetnu svæðunum eins og þeim í austurhluta Aleppo sem nú verða fyrir árásum. „Þau vita aldrei hvar næsta sprengja mun falla. Maður getur ekki ímyndað sér þær þjáningar sem börnin í þessu landi ganga í gegnum," sagði Kieran.Börn deyja á gólfi sjúkrahússinsEngin leið er að flytja hjálpargögn á verst leiknu svæði Aleppo. Sjúkrahús hafa verið sprengd, meðal annars í Aleppo þar sem sprengjum var varpað á stærsta sjúkrahús borgarinnar í dag, í annað sinn í þessari viku. 30 læknar sinnar 250 þúsund íbúum í austurhluta borgarinnar. Að sögn Kierans hafa læknar hafa þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að sinna ekki börnum með lífshættulegustu áverkana. „Þeir neyðast til þess að skilja þau eftir á gólfinu, án meðferðar, til að deyja, á meðan þeir einbeita sér að þeim börnum sem þeir telja sig geta bjargað með þeim takmörkuðu sjúkragögnum sem þeir hafa. Slík er örvæntingin, eins og ástandið er orðið."Skelfilegar fréttamyndir berast frá Sýrlandi þar sem börn eru grafin út úr húsrústum eftir loftárásir, sum særð eða dáin.Eiga sér framtíðardrauma eins og önnur börn Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær hvatti fulltrúi hjálparstarfs í Sýrlandi þjóðir heims til að sameinast í fordæmingu á hörmungunum. Kieran hvetur Íslendinga til að leiða hörmungarnar ekki hjá sér þótt staðan kunni að virðast vonlaus. „Ég held að þegar venjulegir borgarar á Íslandi líta á sín eigin börn og á börn nágranna sinna, þá ættuð þið að ímynda ykkur að þetta séu sýrlensk börn. Því börn eru alls staðar eins, þau hafa sama ótta og sömu vonir. Við vitum það hér, sem vinnum á hverjum degi með börnum sem lifa af þessar árásir. Þau eru ekki að bíða þess að deyja. Þau eiga sér vonir um hvað þau vilja gera í framtíðinni. Þau segja okkur að þau vilji gera landi sitt að friðsælli og betri stað."Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi er enn í fullum gangi og þúsundir manna um allt land hafa lagt henni lið. Hægt er að styðja hana með því að senda sms-ið UNICEF í nr 1900 (1.900 kr). UNICEF hefur hjálpað milljónum barna í Sýrlandi og nágrannaríkjunum síðan stríðið hófst.Þeir örfáu læknar sem starfa enn í Aleppo eru orðnir uppiskroppa með sjúkragögn og þurfa að gera upp á milli barna sem flutt eru á sjúkrahúsinu eftir því hve líklegt má telja að unnt sé að bjarga lífi þeirra. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Aleppo er nú líklega sá staður sem kemst nú hvað næst því að vera helvíti á jörðu. Aðstæður voru hörmulegar fyrir en frá því á föstudag í síðustu viku hefur stjórnarher Bashar al Assads látið sprengjum rigna yfir íbúðahverfi þar sem almennir borgarar eru í herkví á heimilum sínum. Í gær var mánaðargamalli stúlku bjargað úr húsarústum eftir sprengju, en á aðeins viku hafa yfir 100 börn dáið og 200 til viðbótar særst, sum mjög alvarlega. „Þetta eru ekki hernaðarleg hverfi, heldur svæði þar sem fólk býr. Það hefur engan öruggan stað til að fara á. Það er engin leið til þess að vernda börnin þarna, þegar sú ákvörðun er tekin að varpa sprengjum á þétta íbúðabyggð," sagði Kieran Dwyer, talsmaður UNICEF í Sýrlandi, þegar fréttastofa Stöðvar2 ræddi við hann frá Damaskus.Fréttastofa ræddi við Kieran Dwyer talsmann UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, frá Damaskus í Sýrlandi.Vita aldrei hvar næsta sprengja fellur Síðustu daga hafa skelfilegar fréttamyndir borist af því þegar börn eru dregin blóðug úr húsarústum eftir loftárásir. Það sem ekki sést hinsvegar eru hin andlegu ör sem börnin bera vegna áfallsins. Kieran segir að börn um allt Sýrland upplifi fullkomna skelfingu og ógn á hverjum einasta degi, sérstaklega á umsetnu svæðunum eins og þeim í austurhluta Aleppo sem nú verða fyrir árásum. „Þau vita aldrei hvar næsta sprengja mun falla. Maður getur ekki ímyndað sér þær þjáningar sem börnin í þessu landi ganga í gegnum," sagði Kieran.Börn deyja á gólfi sjúkrahússinsEngin leið er að flytja hjálpargögn á verst leiknu svæði Aleppo. Sjúkrahús hafa verið sprengd, meðal annars í Aleppo þar sem sprengjum var varpað á stærsta sjúkrahús borgarinnar í dag, í annað sinn í þessari viku. 30 læknar sinnar 250 þúsund íbúum í austurhluta borgarinnar. Að sögn Kierans hafa læknar hafa þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að sinna ekki börnum með lífshættulegustu áverkana. „Þeir neyðast til þess að skilja þau eftir á gólfinu, án meðferðar, til að deyja, á meðan þeir einbeita sér að þeim börnum sem þeir telja sig geta bjargað með þeim takmörkuðu sjúkragögnum sem þeir hafa. Slík er örvæntingin, eins og ástandið er orðið."Skelfilegar fréttamyndir berast frá Sýrlandi þar sem börn eru grafin út úr húsrústum eftir loftárásir, sum særð eða dáin.Eiga sér framtíðardrauma eins og önnur börn Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær hvatti fulltrúi hjálparstarfs í Sýrlandi þjóðir heims til að sameinast í fordæmingu á hörmungunum. Kieran hvetur Íslendinga til að leiða hörmungarnar ekki hjá sér þótt staðan kunni að virðast vonlaus. „Ég held að þegar venjulegir borgarar á Íslandi líta á sín eigin börn og á börn nágranna sinna, þá ættuð þið að ímynda ykkur að þetta séu sýrlensk börn. Því börn eru alls staðar eins, þau hafa sama ótta og sömu vonir. Við vitum það hér, sem vinnum á hverjum degi með börnum sem lifa af þessar árásir. Þau eru ekki að bíða þess að deyja. Þau eiga sér vonir um hvað þau vilja gera í framtíðinni. Þau segja okkur að þau vilji gera landi sitt að friðsælli og betri stað."Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi er enn í fullum gangi og þúsundir manna um allt land hafa lagt henni lið. Hægt er að styðja hana með því að senda sms-ið UNICEF í nr 1900 (1.900 kr). UNICEF hefur hjálpað milljónum barna í Sýrlandi og nágrannaríkjunum síðan stríðið hófst.Þeir örfáu læknar sem starfa enn í Aleppo eru orðnir uppiskroppa með sjúkragögn og þurfa að gera upp á milli barna sem flutt eru á sjúkrahúsinu eftir því hve líklegt má telja að unnt sé að bjarga lífi þeirra.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira