Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 12:52 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00