Erlent

Háttsettir liðsmenn ISIS flýja Mosúl

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að fimm þúsund ISIS-liðar séu eftir í Mosúl.
Áætlað er að fimm þúsund ISIS-liðar séu eftir í Mosúl. Vísir/AFP
Háttsettir liðsmenn ISIS hafa flúið íröksku borgina Mosúl, en írakskar og kúrdískar hersveitir sækja nú að borginni.

Þetta segir bandaríski hershöfðinginn Gary Volesky. Hann segir líklegt að þeir vígamenn ISIS sem eftir eru í borginni séu að stórum hluta útlenskir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna.

Volesky segir erfitt fyrir þessa útlensku vígamenn að falla í hóp þeirra íbúa Mosúl sem nú flýja borgina í stórum stíl. „Við reiknum með að það verði þeir sem verði eftir og berjist,“ segir Volesky, en áætlað er að um fimm þúsund liðsmenn ISIS séu enn eftir í borginni.

Rússneski hershöfðinginn Valery Gerasimov hefur jafnframt varað við að fjöldi ISIS-liða flýji nú óhindrað norður á bóginn til Sýrlands. Þúsundir óbreyttra borgara hafa flúið Mosúl þá leiðina á síðustu dögum.


Tengdar fréttir

Þúsundir flýja Mosul

Rússar vara Íraka og bandamenn þeirra við því að leyfa vígamönnum að sleppa frá borginni.

Hálf milljón barna í hættu í Mosúl

Írakskar og kúrdískar öryggissveitir sækja nú að borginni og reyna taka hana aftur úr höndum liðsmanna ISIS sem hafa þar ráðið lögum og lofum í rúm tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×