Sambræðingur tónlistarstefna Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. október 2016 10:00 Dizzee Rascal ætlar að heimsækja Ísland nú í nóvember. Nordic Photos/Getty Grime er mjög ung tónlistarstefna sem nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og annars staðar eftir að hafa verið frekar lítt þekkt tónlistarfyrirbæri sem hírðist að mestu vel falið í neðanjarðarsenu breskrar tónlistarflóru. Hingað til lands hafa komið nokkrir listamenn sem kenna sig við stefnuna og á næstu Airwaves-hátíð kemur grime-risinn Dizzee Rascal til landins. Áður hafa komið hingað Stormzy, sem ætlaði að mæta á Airwaves en þurfti að afboða sig, Section Boyz, Skepta og JME, Lady Leshurr, Foreign Beggars og The Bug og Flowdan. Líklega má rekja þessar skyndilegu vinsældir á heimsvísu til þess að bæði kanadíski tónlistarmaðurinn Drake og bandaríski hipphopp-risinn Kanye West hafa hampað grime-inu frekar nýlega – Kanye West fékk nánast alla grime-tónlistarmenn Bretlands með sér upp á svið þegar hann spilaði á Brit-verðlaununum árið 2015 og Drake og grime-tónlistarmaðurinn Skepta hafa verið miklir mátar; Drake fékk hann til að spila á tónlistarhátíðinni OVO Fest sem Drake heldur á hverju ári og skrifaði síðan undir samning við Boy Better Know, plötufyrirtæki Skepta.Wiley er einn fyrsti grime-listamaðurinn.Nordic Photos/GettySambræðingur úr sjóræningjaútvarpi Grime á upphaf sitt í byrjun síðasta áratugar og varð tónlistarstefnan til í austurhluta London þar sem starfræktar voru nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar sem spiluðu jungle, garage og fleiri urban-tónlistarstefnur reglulega sem svo síðar meir hrærðust saman og urðu grime. Í fyrstu gekk stefnan undir alls kyns nöfnum – 8-bar, nu shape, sublow og eskibeat en hefur síðan síðar meir verið sett undir einn hatt sem grime. Tónlistarstefnan þróaðist að mestu út frá bresku tónlistarstefnunum UK garage og jungle auk þess sem hún ber sterk áhrif frá amerísku hipphoppi, en jungle og garage eru að mestu „instrumental“ með grunntónlistarhefð frá Karíbahafinu, líkt og hipphoppið ameríska, þar sem tíðkast að kynnar hrópi slagorð sem ríma yfir tónlistina. Oft er litið á grime sem breska útgáfu af amerísku hipphoppi en það er að vissu leyti ruglandi. Auðvitað er til breskt hipphopp en á sama tíma aðskilur grime sig frá því með að vera byggt á allt öðrum grunni, þó að það eigi það sameiginlegt með amerísku hipphoppi að það inniheldur rapp.Stormzy er ungur og upprennandi tónlistarmaður sem á þó enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu.Nordic Photos/GettyÍ dag, á tímum internetsins, er þessi munur kannski enn minni en ef munurinn á að vera einfaldaður eins mikið og hægt er má segja að grime sé byggt á elektrónískum grunni en hipphopp á rætur í fönki og diskó – en síðan auðvitað flækjast öll þessi áhrif saman nú til dags þegar nálgast má tónlist á internetinu með einum smelli og alls konar tónlist nær að hafa áhrif á alls konar fólk. Nokkrir Íslandsvinir Dizzee Rascal kemur hingað til lands í næsta mánuði til að spila á Iceland Airwaves. Hann er ásamt Skepta stærsti grime-listamaður allra tíma. Dizzee Rascal vakti mikla athygli fyrir plötu sína Boy in da corner sem kom út árið 2003 og hlaut hann Mercury-verðlaunin eftirsóttu fyrir plötuna og varð þar með yngsti tónlistarmaðurinn sem hefur fengið verðlaunin en hann var einungis 19 ára.Skepta er einn af fáum grime-?listamönnum sem varð vinsæll á hinum kröfuharða Ameríkumarkaði.Nordic Photos/GettyStormzy hætti því miður við að koma á Iceland Airwaves í ár en hann hafði áður spilað á Secret Solstice festival og því nú þegar orðinn Íslandsvinur. Stormzy er rísandi stjarna í heimalandinu og hefur verið að sanka að sér verðlaunum og var nú um daginn í auglýsingu fyrir fótboltamanninn Paul Pogba og Adidas. Lag hans Shut Up hefur verið ansi vinsælt jafnvel þó að það sé upphaflega „freestyle“ þar sem hann notar lagið Functions on the low með XTC sem undirspil. Stormzy á enn eftir að senda frá sér plötu og aðdáendur hans eru að missa sig í spennu. Skepta gaf út sína fyrstu plötu árið 2007 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann kom meðal annars hingað til lands ásamt rapparanum JME sem reyndar er bróðir hans og eins og Dizzee Rascal hlaut hann Mercury-verðlaunin fyrir sína nýjustu plötu, Konnichiwa, en á henni snýr hann aftur til upprunans, en hann hafði yfirgefið grime-hljóminn fyrir talsvert poppaðri tónlist, sem hann svo viðurkenndi síðar að hefðu verið mjög mikil mistök. Þessi nýja plata hans hefur vakið mikinn áhuga utan heimalandsins og jafnvel í Bandaríkjunum, en grime-ið hefur aldrei átt auðvelt uppdráttar þar. Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Lífið Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Lífið samstarf Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Fleiri fréttir Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Sjá meira
Grime er mjög ung tónlistarstefna sem nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og annars staðar eftir að hafa verið frekar lítt þekkt tónlistarfyrirbæri sem hírðist að mestu vel falið í neðanjarðarsenu breskrar tónlistarflóru. Hingað til lands hafa komið nokkrir listamenn sem kenna sig við stefnuna og á næstu Airwaves-hátíð kemur grime-risinn Dizzee Rascal til landins. Áður hafa komið hingað Stormzy, sem ætlaði að mæta á Airwaves en þurfti að afboða sig, Section Boyz, Skepta og JME, Lady Leshurr, Foreign Beggars og The Bug og Flowdan. Líklega má rekja þessar skyndilegu vinsældir á heimsvísu til þess að bæði kanadíski tónlistarmaðurinn Drake og bandaríski hipphopp-risinn Kanye West hafa hampað grime-inu frekar nýlega – Kanye West fékk nánast alla grime-tónlistarmenn Bretlands með sér upp á svið þegar hann spilaði á Brit-verðlaununum árið 2015 og Drake og grime-tónlistarmaðurinn Skepta hafa verið miklir mátar; Drake fékk hann til að spila á tónlistarhátíðinni OVO Fest sem Drake heldur á hverju ári og skrifaði síðan undir samning við Boy Better Know, plötufyrirtæki Skepta.Wiley er einn fyrsti grime-listamaðurinn.Nordic Photos/GettySambræðingur úr sjóræningjaútvarpi Grime á upphaf sitt í byrjun síðasta áratugar og varð tónlistarstefnan til í austurhluta London þar sem starfræktar voru nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar sem spiluðu jungle, garage og fleiri urban-tónlistarstefnur reglulega sem svo síðar meir hrærðust saman og urðu grime. Í fyrstu gekk stefnan undir alls kyns nöfnum – 8-bar, nu shape, sublow og eskibeat en hefur síðan síðar meir verið sett undir einn hatt sem grime. Tónlistarstefnan þróaðist að mestu út frá bresku tónlistarstefnunum UK garage og jungle auk þess sem hún ber sterk áhrif frá amerísku hipphoppi, en jungle og garage eru að mestu „instrumental“ með grunntónlistarhefð frá Karíbahafinu, líkt og hipphoppið ameríska, þar sem tíðkast að kynnar hrópi slagorð sem ríma yfir tónlistina. Oft er litið á grime sem breska útgáfu af amerísku hipphoppi en það er að vissu leyti ruglandi. Auðvitað er til breskt hipphopp en á sama tíma aðskilur grime sig frá því með að vera byggt á allt öðrum grunni, þó að það eigi það sameiginlegt með amerísku hipphoppi að það inniheldur rapp.Stormzy er ungur og upprennandi tónlistarmaður sem á þó enn eftir að gefa út sína fyrstu plötu.Nordic Photos/GettyÍ dag, á tímum internetsins, er þessi munur kannski enn minni en ef munurinn á að vera einfaldaður eins mikið og hægt er má segja að grime sé byggt á elektrónískum grunni en hipphopp á rætur í fönki og diskó – en síðan auðvitað flækjast öll þessi áhrif saman nú til dags þegar nálgast má tónlist á internetinu með einum smelli og alls konar tónlist nær að hafa áhrif á alls konar fólk. Nokkrir Íslandsvinir Dizzee Rascal kemur hingað til lands í næsta mánuði til að spila á Iceland Airwaves. Hann er ásamt Skepta stærsti grime-listamaður allra tíma. Dizzee Rascal vakti mikla athygli fyrir plötu sína Boy in da corner sem kom út árið 2003 og hlaut hann Mercury-verðlaunin eftirsóttu fyrir plötuna og varð þar með yngsti tónlistarmaðurinn sem hefur fengið verðlaunin en hann var einungis 19 ára.Skepta er einn af fáum grime-?listamönnum sem varð vinsæll á hinum kröfuharða Ameríkumarkaði.Nordic Photos/GettyStormzy hætti því miður við að koma á Iceland Airwaves í ár en hann hafði áður spilað á Secret Solstice festival og því nú þegar orðinn Íslandsvinur. Stormzy er rísandi stjarna í heimalandinu og hefur verið að sanka að sér verðlaunum og var nú um daginn í auglýsingu fyrir fótboltamanninn Paul Pogba og Adidas. Lag hans Shut Up hefur verið ansi vinsælt jafnvel þó að það sé upphaflega „freestyle“ þar sem hann notar lagið Functions on the low með XTC sem undirspil. Stormzy á enn eftir að senda frá sér plötu og aðdáendur hans eru að missa sig í spennu. Skepta gaf út sína fyrstu plötu árið 2007 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann kom meðal annars hingað til lands ásamt rapparanum JME sem reyndar er bróðir hans og eins og Dizzee Rascal hlaut hann Mercury-verðlaunin fyrir sína nýjustu plötu, Konnichiwa, en á henni snýr hann aftur til upprunans, en hann hafði yfirgefið grime-hljóminn fyrir talsvert poppaðri tónlist, sem hann svo viðurkenndi síðar að hefðu verið mjög mikil mistök. Þessi nýja plata hans hefur vakið mikinn áhuga utan heimalandsins og jafnvel í Bandaríkjunum, en grime-ið hefur aldrei átt auðvelt uppdráttar þar.
Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Lífið Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Lífið samstarf Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Fleiri fréttir Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Sjá meira