Innlent

Ríkisstjórnin styrkir Þresti um 6,5 milljónir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Rúnar Rúnarsson leikstjóri ásamt aðalleikurum myndarinnar, Atla Óskari og Rakel Björk Björnsdóttur, við frumsýningu Þrasta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Rúnar Rúnarsson leikstjóri ásamt aðalleikurum myndarinnar, Atla Óskari og Rakel Björk Björnsdóttur, við frumsýningu Þrasta á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 6,5 milljónum til kynningar á kvikmyndinni Þrestir vegna þátttöku hennar í forvali til Óskarsverðlauna.

Tillagan var lögð fram af Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að aðstandendur Þrasta telji að um einstakt tækifæri til að kynna land og þjóð sé að ræða, enda hafi kvikmyndin fengið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda og unnið til margháttaðra verðlauna, meðal annars San Sebastian verðlaunanna.

Þá telji þeir að kvikmyndin eigi góða möguleika en að þeir verði ekki nýttir nema að kynningarstarfinu sé vel sinnt. Joshua Jason mun sjá um kynningarstarf en hann er meðal annars þekktur fyrir kynningarstarf fyrir kvikmyndina The Imitation Game, sem vann til Óskarsverðlauna.


Tengdar fréttir

Þrestir framlag Íslands til Óskarsins

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Þresti sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×