Innlent

Ferðamanni bjargað á síðustu stundu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Egill
Erlendur ökumaður keyrði á dráttarvél austan við Hvolsvöll í síðustu viku. Farþegi í bílnum ökklabrotnaði en við skoðun á Selfossi kom í ljós að hann var með innvortis blæðingar. Því var ekið með hann í forgangsakstri á Landspítala þar sem hann gekkst þegar í stað undir aðgerð. Á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurlandi segir að ekki hafi mátt tæpara standa með að bjarga manninum.

Slysið varð þegar ökumaðurinn var í framúrakstri við slæm veðurskilyrði en dráttarvélin þveraði veginn þegar bíllinn lenti á henni.

Þá voru níu þjófnaðir tilkynntir til lögreglunnar í síðustu viku. Um tvö tilvik var að ræða þar sem hnuplað var úr verslunum á Selfossi. Þá var maður sem tók eldsneyti á Hellu og fór án þess að borga. Brotist var inn í sumarbústaði í Svínahlíð við Þingvallavatn og Sogsveg í Grímsnesi.

Þar að auki kom upp eldur í reykkofa í hesthúsahverfinu á Stokkseyri á föstudaginn. Eldurinn var slökktur og ekki varð annað tjón en á reykkofanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×