Enski boltinn

Englandsmeistarar síðustu ára byrja daginn | Hitað upp fyrir leiki dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og sá fyrsti er uppgjör meistaraliða síðustu tveggja ára á Stamford Bridge.

Dagurinn í ensku úrvalsdeildinni hefst með leik Chelsea og Leicester City klukkan 11.45. Chelsea vann Englandsmeistaratitilinn 2015 og Leicester er ríkjandi Englandsmeistari.

Fimm leikir hefjast klukkan 14:00 og klukkan 16:30 er komið að leik Lundúnaliðanna Crystal Palace og West Ham á Selhurst Park.

Sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD líkt og leikur Arsenal og Swansea City sem hefst klukkan 14:00.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur oft spilað vel á móti Arsenal-liðinu og þessu sinni mætir hann til leiks með nýjan knattspyrnustjóra en Bandaríkjamaðurinn Bob Bradley er tekinn við á Liberty Stadium.

Manchester City, toppliðið í ensku úrvalsdeildinni, verður einnig á ferðinni klukkan 14.00 í dag en lærisveinar Peps Guardiola mæta þá Everton á heimavelli. Þar mætir Pep Guardiola gamla liðsfélaga sínum hjá Barceona, Ronaldo Koeman, en Koeman er knattspyrnustjóri Everton í dag.

Arsenal, sem er í 3. sæti, hefur unnið fimm deildarleiki í röð og Tottenham, sem er í 2. sæti, hefur unnið fjóra í röð. Þau verða bæði í sviðsljósinu í dag og reyna að ná toppsætinu af Manchester City.

City er einu stig á undan Tottenham og tveimur stigum á undan Arsenal og Liverpool nú þegar enska úrvalsdeildin byrjar á ný eftir landsleikjahlé.

Í spilaranum hér fyrir ofan er hitað upp fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×