Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 22:00 Burnett og Trump meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. Burnett segist afneita „hatrinu, misskiptingunni og kvenhatrinu sem hefur verið mjög óheppilegur hluti af kosningabaráttu hans.“ Yfirlýsing Burnett birtist samhliða því að fjöldi kvenna hefur ásakað Trump um kynferðisbrot. Síðustu daga hafa fjölmargir krafist þess að Burnett birti efni frá tökum á The Apprentice, en margir þeirra sem störfuðu við gerð þáttanna hafa sagt að þar megi finna efni þar sem Trump sést haga sér á groddalegan og særandi hátt. Burnett segist ekki hafa lagalegan rétt til að birta efni frá The Apprentice, og vill ekki gefa upp hvort slíkt efni sé til. Metro-Goldwyn-Mayer, fyrirtækið sem á framleiðslufyrirtæki Burnett og skrár þess, tekur í sama streng.Sjá einnig:Konur saka Trump um kynferðisbrot Samkvæmt heimildum The New York Times, þarf að fá leyfi frá Trump til að birta áður óútgefið efni úr þáttunum, og er það hluti af samningi Trump frá gerð þáttarins. Slíkar klausur eru víst ekki óalgengar við gerð raunveruleikasjónvarps. Hins vegar hafa margir bent á að slíkar klausur eigi aðeins við í þeim tilvikum þar sem beinn hagnaður er af birtingu efnisins, til dæmis ef gera ætti annan þátt. Hún eigi þó ekki við ef um heimild er að ræða. Talið er að Mark Burnett vilji einfaldlega halda Trump góðum og neiti þess vegna að birta efnið. Raddirnar sem krefjast þess að myndefnið sé birt eru orðnar nokkuð háværar og talið er að Mark Burnett geti ráðið niðurlögum Trump. Til að mynda hafa fjölmargir undirskriftasafnanir sprottið upp á netinu og kvenréttindahópurinn UltraViolet hyggst fljúga til Los Angeles og krefjast þess að MGM og NBC birti efnið, en The Apprentice eru sýndir á NBC.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40