Fangar vilja rannsókn í innanríkisráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 08:00 Innanríkisráðuneytið baðst afsökunar á formælingum sérfræðings síns í fangelsismálum og færði hann til í ráðuneytinu. vísir/valli Tölvupóstur sem Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, sendi óvart á formann Afstöðu, félags fanga, hefur leitt til þess að hann hefur verið fluttur til í starfi og kemur ekki lengur að málefnum fanga. Málið sem Skúli fjallar um í tölvupóstinum varðar þá breytingu sem gerð var 1. apríl 2014 að fangar mega ekki fara inn í klefa hver hjá öðrum. Afstaða, félag fanga, leitaði til Umboðsmanns Alþingis, sem óskaði skýringa hjá innanríkisráðuneytinu. Skúli gerði drög að svari fyrir hönd ráðuneytisins og sendi í tölvupósti til Bryndísar Helgadóttur, skrifstofustjóra lagaskrifstofu ráðuneytisins. Samtímis sendi Skúli, óvart að því er virðist, afrit til Guðmundar Inga Þórodssonar, formanns Afstöðu. „Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli,“ skrifar Skúli í orðsendingu sem fylgir svardrögunum. „Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta á hanga :p og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, það er Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við reglurnar.“ Þá segir Skúli í inngangi sínum að fangar hafi hringt í fangelsismálastofnun og þakkað fyrir reglurnar. „Þeir myndu aldrei fagna þeim opinberlega. Kannski þarf bara að segja það í bréfi til umba [umboðsmanns Alþingis], veit ekki.“ Eftir að innanríkisráðuneytinu og Skúla varð ljóst að formaður Afstöðu fékk tölvupóstinn í ógáti fengu Afstaða og Umboðsmaður Alþingis afsökunarbeiðni frá ráðuneytinu og Skúla sjálfum sem kvaðst vera mannlegur og hafa gert mistök.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Ég harma mjög að pósturinn hafi borist þér vegna mistaka og bið þig afsökunar á því sem og ófaglegum ummælum sem var að finna í póstinum. Þau ummæli má fyrst og fremst rekja til mikils álags við vinnslu mála þennan dag og endurspegla alls ekki viðhorf mitt til Afstöðu eða félagsmanna þess félags, umboðsmanns Alþingis eða fanga yfirhöfuð,“ segir Skúli meðal annars í afsökunarbeiðni til Guðmundar. Aðspurður segir formaður Afstöðu, að afsökunabeiðni Skúla hafi ekki verið svarað. „Ráðuneytið hefur talað um að þetta verði rannsakað og við teljum að sú rannsókn þurfi að fara fram á embættisfærslum hans,“ segir Guðmundur Ingi og ítrekar að tölvupóstur Skúla innihaldi mjög alvarlega fordóma og fullyrðingar sem séu algerar rangar. „Við vitum ekkert hversu mikið svona viðhorf eyðileggja út frá sér. Og eins hvaðan slík viðhorf eiga uppruna sinn, ekki bara gagnvart Afstöðu heldur til Umboðsmanns Alþingis. Því ef þetta nær lengra inn í kerfið erum við í svolitum vanda,“ segir Guðmundir Ingi sem kveður innanríkisáðuneytið hafa verið „sjálfvirkur stimpil" fyrir ákvarðanir Fangelsismálastofnunar. „Og það er bara mjög slæmt.“ Umboðsmaður Alþingis sagðist í svari til fréttastofu í gær líta ummæli Skúla alvarlegum augum og hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið. Hann telji ekki rétt að bregðast frekar við á þessu stigi „meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins.“ Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hefur Skúli verið fluttur til í starfi hjá innanríkisráðuneytinu og kemur ekki lengur að fangelsismálum þar. Fyrir tæpum tveimur árum sagði visir.is frá því að í ráðuneytinu gerðar „munnlegar aðfinnslur“ við Skúla vegna útsendingar tölvpósts á netfangi ráðuneytisins þar sem hann rakti fyrir lögfræðingi Barnaverndarstofu meinta skapgerðarbresti konu sem stóð í sambandsslitum við vin Skúla. sjá einnig: /g/2014141229691Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Tölvupóstur sem Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, sendi óvart á formann Afstöðu, félags fanga, hefur leitt til þess að hann hefur verið fluttur til í starfi og kemur ekki lengur að málefnum fanga. Málið sem Skúli fjallar um í tölvupóstinum varðar þá breytingu sem gerð var 1. apríl 2014 að fangar mega ekki fara inn í klefa hver hjá öðrum. Afstaða, félag fanga, leitaði til Umboðsmanns Alþingis, sem óskaði skýringa hjá innanríkisráðuneytinu. Skúli gerði drög að svari fyrir hönd ráðuneytisins og sendi í tölvupósti til Bryndísar Helgadóttur, skrifstofustjóra lagaskrifstofu ráðuneytisins. Samtímis sendi Skúli, óvart að því er virðist, afrit til Guðmundar Inga Þórodssonar, formanns Afstöðu. „Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli,“ skrifar Skúli í orðsendingu sem fylgir svardrögunum. „Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta á hanga :p og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, það er Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við reglurnar.“ Þá segir Skúli í inngangi sínum að fangar hafi hringt í fangelsismálastofnun og þakkað fyrir reglurnar. „Þeir myndu aldrei fagna þeim opinberlega. Kannski þarf bara að segja það í bréfi til umba [umboðsmanns Alþingis], veit ekki.“ Eftir að innanríkisráðuneytinu og Skúla varð ljóst að formaður Afstöðu fékk tölvupóstinn í ógáti fengu Afstaða og Umboðsmaður Alþingis afsökunarbeiðni frá ráðuneytinu og Skúla sjálfum sem kvaðst vera mannlegur og hafa gert mistök.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Ég harma mjög að pósturinn hafi borist þér vegna mistaka og bið þig afsökunar á því sem og ófaglegum ummælum sem var að finna í póstinum. Þau ummæli má fyrst og fremst rekja til mikils álags við vinnslu mála þennan dag og endurspegla alls ekki viðhorf mitt til Afstöðu eða félagsmanna þess félags, umboðsmanns Alþingis eða fanga yfirhöfuð,“ segir Skúli meðal annars í afsökunarbeiðni til Guðmundar. Aðspurður segir formaður Afstöðu, að afsökunabeiðni Skúla hafi ekki verið svarað. „Ráðuneytið hefur talað um að þetta verði rannsakað og við teljum að sú rannsókn þurfi að fara fram á embættisfærslum hans,“ segir Guðmundur Ingi og ítrekar að tölvupóstur Skúla innihaldi mjög alvarlega fordóma og fullyrðingar sem séu algerar rangar. „Við vitum ekkert hversu mikið svona viðhorf eyðileggja út frá sér. Og eins hvaðan slík viðhorf eiga uppruna sinn, ekki bara gagnvart Afstöðu heldur til Umboðsmanns Alþingis. Því ef þetta nær lengra inn í kerfið erum við í svolitum vanda,“ segir Guðmundir Ingi sem kveður innanríkisáðuneytið hafa verið „sjálfvirkur stimpil" fyrir ákvarðanir Fangelsismálastofnunar. „Og það er bara mjög slæmt.“ Umboðsmaður Alþingis sagðist í svari til fréttastofu í gær líta ummæli Skúla alvarlegum augum og hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið. Hann telji ekki rétt að bregðast frekar við á þessu stigi „meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins.“ Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hefur Skúli verið fluttur til í starfi hjá innanríkisráðuneytinu og kemur ekki lengur að fangelsismálum þar. Fyrir tæpum tveimur árum sagði visir.is frá því að í ráðuneytinu gerðar „munnlegar aðfinnslur“ við Skúla vegna útsendingar tölvpósts á netfangi ráðuneytisins þar sem hann rakti fyrir lögfræðingi Barnaverndarstofu meinta skapgerðarbresti konu sem stóð í sambandsslitum við vin Skúla. sjá einnig: /g/2014141229691Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira