Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Magnús Guðmundsson skrifar 13. október 2016 10:15 Benjamin Levy hljómsveitarstjóri segir að það sé í raun ótrúlega fámennur en afkastamikill hópur sem stendur að baki uppfærslum Íslensku óperunnar. Visir/Stefán Hann kemur blautur og úfinn inn starfsmannainngang Hörpunnar undan íslenskri haustlægð en samt brosandi og vingjarnlegur. Benjamin Levy frá Frakklandi er hingað kominn sem hljómsveitarstjóri við uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin, eftir rússneska snillinginn Pjotr Tsjaíkovskíj, sem verður frumsýnd í lok næstu viku. Benjamin Levy hefur stjórnað víðs vegar um Evrópu, bæði utan heimalandsins sem innan, en árið 2005 hlaut hann verðlaun sem Bjartasta vonin hjá Sambandi franskra tónlistargagnrýnanda og árið 2008 hlaut hann ADAMI, verðlaun ungra hljómsveitarstjóra. Levy er því happafengur fyrir Íslensku óperuna sem og áhorfendur en hann segir að það sé sérstaklega ánægjulegt að koma hingað til þess að vinna í annað sinn. „Hér er stemningin alltaf mjög góð ólíkt því sem ég þekki frá Frakklandi. Þar er fólk ansi mislynt og þá sérstaklega í París, ég meina Parísarbúar eru líkast til skapversta fólk í heimi, eða eins og Jean Cocteau sagði þá eru Frakkar í raun Ítalir í vondu skapi. Þannig að það fyrsta sem ég tók eftir á Íslandi var hversu almennilegir allir eru og hversu sterk samkennd ríkir á milli fólks. Ég held að fólki finnist það tilheyra einni og sömu fjölskyldunni og það skiptir máli tónlistarlega séð. Þjappar okkur saman tónlistarlega og gerir tónlistarfólkinu mögulegt að styðja hvert annað og það styður við allt ferlið.“Elskhugi eða eiginmaður Allt frá unga aldri hafði Levy mikinn áhuga á því að verða hljómsveitarstjóri. Hann segir að það hafi verið það fyrsta þegar hann nefndi þegar hann var spurður hinnar klassísku spurningar, hvað hann ætlaði að verða. „En svo kom auðvitað millibilsástand þar sem ég ætlaði að verða flugmaður eða eitthvað svoleiðis sem mér fannst töff. En þegar ég spilaði í fyrsta sinn í hljómsveit, það var snemma á unglingsárunum, þá vissi ég fyrir víst að það væri þetta sem ég ætlaði að gera.“ Levy segist þó ekki vera af tónlistarfólki kominn en faðir hans er lyfjafræðingur og móðir hans sjúkraþjálfi. „En pabbi elskar tónlist og hann sá til þess að ég færi að læra á fiðlu þegar ég var barn og ég lagði stund á það fram á unglingsárin, en þá sneri ég mér að því að læra klassískan áslátt. Þaðan fór ég meira yfir í fræðin og svo að gerast stjórnandi. Þetta er svona minn bakgrunnur í tónlistinni.“ Nýverið tók Levy við starfi tónlistarstjóra hljómsveitarinnar í Cannes og hann segir að það verði gott að fá sinn stað til þess að byggja eitthvað upp til lengri tíma. „Ég mun þó halda áfram um stund að vera gestahljómsveitarstjóri nokkuð víða enda þegar bundinn af allmörgum spennandi verkefnum. Það er gott að vera elskhuginn en á ákveðnum tímapunkti þá er kominn tími á að vera eiginmaðurinn,“ segir Levy og hlær góðlátlega.Andrey Zhilikhovsky í titilhlutverkinu Évgení Onegin og Þóra Einarsdóttir sem Tatjana.Á milli tveggja heima Það er stórt og metnaðarfullt verkefni að takast á við jafn stóra óperu og Évgení Onegin og Levy hefur á orði að það sé í raun ótrúlega fámennur hópur sem standi á bak við verkefnið. „Þetta fólk er að vinna verk margra og leikstjórinn okkar, Anthony Pilavachi, er bæði reyndur og uppfullur af frábærum hugmyndum. Þannig að þetta er mikil áskorun en ég er sannfærður um að þetta verður frábær sýning, ekki síst vegna þess að fólkið hér er tilbúið að leggja svo mikið á sig.“ Aðspurður hvort þetta verði til þess hann finni meira fyrir pressunni en ella þá segir Levy að hann finni alltaf fyrir pressunni hvort eð er. „Það er bara hluti af þessu og maður setur pressuna á sig sjálfur. En þegar maður er að takast á við meistaraverk eins og þetta þá getur það höfðað til fólks á svo margbreytilegan hátt. Évgení Onegin var frumflutt árið 1879 og fyrir mér er þessi ópera á milli tveggja heima. Tónlistarlega séð er að finna í henni ákveðnar leifar af klassískt saminni óperu en á sama tíma er þarna fullt af atriðum þar sem persónurnar nánast tala saman í tónlistinni. Stíllinn er klassískur, eins og t.d. hjá Haydn og Mozart, en svo koma þessar risastóru rómantísku aríur. Svo er þetta líka svo mennskt og tilfinningarnar eru svo sannar.“ Nú er Levy kominn á flug um eðli verksins og bendir á að takturinn í tónlistinni hjá Tsjaíkovskíj leitist við að passa við hvernig rússneskan er í raun töluð og því sé afar mikilvægt að flytja hana á frummálinu. „Þetta er gríðarlega erfitt fyrir söngvarana, sérstaklega þá sem eru ekki rússneskumælandi, því þeir þurfa að vita hvernig þetta er sagt í raun og veru. Þess vegna þarf að skrifa taktinn nánast inn í tungumálið.“ Söngvurunum er eflaust mikil hjálp í Levy hvað þetta varðar því hann er rússneskumælandi og nú er hann dottinn inn í handritið og byrjaður að tala og syngja rússnesku fyrir afar skilningsvana eyrum blaðamannsins. En ástríða, þekking og færni hljómsveitarstjórans leynir sér svo sannarlega ekki.Tónlistin er lykillinn „Áherslan í hverri óperuuppfærslu fyrir sig ákvarðast í raun út frá því sambandi sem myndast á milli leikstjórans og tónlistarstjórans hverju sinni,“ segir Levy aðspurður um sínar áherslur. „Leikstjórinn okkar hér er afar tónelskur og hann byggir allt á tónlistinni. Hann leggur mikla áherslu á að við verðum að hlusta á tónlistina til þess að skilja hvað er að gerast. Þetta er mjög gott fyrir mig vegna þess að fyrir vikið þá eigum við mjög gott með að vinna saman og leggjum svipaðar áherslur. Þetta er í raun það fyrsta sem einkennir þessa uppfærslu hér. Með sama hætti þá reyni ég að nálgast söngvarana mína með einstaklingsbundnum hætti. Þegar maður er að stjórna óperu þá er maður oft í senn bæði bílstjóri og farþegi, vegna þess að í raun eru söngvararnir oft við stýrið. Þá þarf maður í senn að fylgja þeim, styðja þá og leiða þá áfram. Í stóru aríunum þarf maður að muna að maður er þeim til þjónustu reiðubúinn og aðstoða þá eftir því sem þeir þurfa á að halda hverju sinni. Ég er afar ánægður með söngvarana mína hérna og skemmtilegt að ég vann með mörgum hér við Don Giovanni og nú sýna þau mér allt aðra hlið.“Hrifinn af Ragnheiði Víða um heim er mikil umræða um hlutverk og stöðu óperunnar og Ísland er engin undantekning frá því. Levy segir að það sé hans skoðun að það sé mikilvægt að takast á við bæði klassísk og ný verk. „Mér skilst að það eigi að flytja Mannsröddina, La voix humaine, eftir Francis Poulenc og það finnst mér spennandi. Ég sá líka upptöku héðan af óperunni Ragnheiði og það fannst mér alveg frábært. En svona þarf þetta að vera. Það þarf að setja upp ólík verk frá mismunandi skeiðum og klassísku verkin eiga svo sannarlega að vera þar á meðal. Það skiptir líka máli. Íslendingar eiga ekki að þurfa að ferðast til útlanda til þess að sjá og heyra óperu af þeirri gráðu sem við erum að fást við hér og nú. Það er líka mikilvægur hluti af þroska og ferli söngvaranna og hljómsveitarinnar svo vonandi á óperan sér bjarta og góða framtíð á Íslandi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. október. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hann kemur blautur og úfinn inn starfsmannainngang Hörpunnar undan íslenskri haustlægð en samt brosandi og vingjarnlegur. Benjamin Levy frá Frakklandi er hingað kominn sem hljómsveitarstjóri við uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin, eftir rússneska snillinginn Pjotr Tsjaíkovskíj, sem verður frumsýnd í lok næstu viku. Benjamin Levy hefur stjórnað víðs vegar um Evrópu, bæði utan heimalandsins sem innan, en árið 2005 hlaut hann verðlaun sem Bjartasta vonin hjá Sambandi franskra tónlistargagnrýnanda og árið 2008 hlaut hann ADAMI, verðlaun ungra hljómsveitarstjóra. Levy er því happafengur fyrir Íslensku óperuna sem og áhorfendur en hann segir að það sé sérstaklega ánægjulegt að koma hingað til þess að vinna í annað sinn. „Hér er stemningin alltaf mjög góð ólíkt því sem ég þekki frá Frakklandi. Þar er fólk ansi mislynt og þá sérstaklega í París, ég meina Parísarbúar eru líkast til skapversta fólk í heimi, eða eins og Jean Cocteau sagði þá eru Frakkar í raun Ítalir í vondu skapi. Þannig að það fyrsta sem ég tók eftir á Íslandi var hversu almennilegir allir eru og hversu sterk samkennd ríkir á milli fólks. Ég held að fólki finnist það tilheyra einni og sömu fjölskyldunni og það skiptir máli tónlistarlega séð. Þjappar okkur saman tónlistarlega og gerir tónlistarfólkinu mögulegt að styðja hvert annað og það styður við allt ferlið.“Elskhugi eða eiginmaður Allt frá unga aldri hafði Levy mikinn áhuga á því að verða hljómsveitarstjóri. Hann segir að það hafi verið það fyrsta þegar hann nefndi þegar hann var spurður hinnar klassísku spurningar, hvað hann ætlaði að verða. „En svo kom auðvitað millibilsástand þar sem ég ætlaði að verða flugmaður eða eitthvað svoleiðis sem mér fannst töff. En þegar ég spilaði í fyrsta sinn í hljómsveit, það var snemma á unglingsárunum, þá vissi ég fyrir víst að það væri þetta sem ég ætlaði að gera.“ Levy segist þó ekki vera af tónlistarfólki kominn en faðir hans er lyfjafræðingur og móðir hans sjúkraþjálfi. „En pabbi elskar tónlist og hann sá til þess að ég færi að læra á fiðlu þegar ég var barn og ég lagði stund á það fram á unglingsárin, en þá sneri ég mér að því að læra klassískan áslátt. Þaðan fór ég meira yfir í fræðin og svo að gerast stjórnandi. Þetta er svona minn bakgrunnur í tónlistinni.“ Nýverið tók Levy við starfi tónlistarstjóra hljómsveitarinnar í Cannes og hann segir að það verði gott að fá sinn stað til þess að byggja eitthvað upp til lengri tíma. „Ég mun þó halda áfram um stund að vera gestahljómsveitarstjóri nokkuð víða enda þegar bundinn af allmörgum spennandi verkefnum. Það er gott að vera elskhuginn en á ákveðnum tímapunkti þá er kominn tími á að vera eiginmaðurinn,“ segir Levy og hlær góðlátlega.Andrey Zhilikhovsky í titilhlutverkinu Évgení Onegin og Þóra Einarsdóttir sem Tatjana.Á milli tveggja heima Það er stórt og metnaðarfullt verkefni að takast á við jafn stóra óperu og Évgení Onegin og Levy hefur á orði að það sé í raun ótrúlega fámennur hópur sem standi á bak við verkefnið. „Þetta fólk er að vinna verk margra og leikstjórinn okkar, Anthony Pilavachi, er bæði reyndur og uppfullur af frábærum hugmyndum. Þannig að þetta er mikil áskorun en ég er sannfærður um að þetta verður frábær sýning, ekki síst vegna þess að fólkið hér er tilbúið að leggja svo mikið á sig.“ Aðspurður hvort þetta verði til þess hann finni meira fyrir pressunni en ella þá segir Levy að hann finni alltaf fyrir pressunni hvort eð er. „Það er bara hluti af þessu og maður setur pressuna á sig sjálfur. En þegar maður er að takast á við meistaraverk eins og þetta þá getur það höfðað til fólks á svo margbreytilegan hátt. Évgení Onegin var frumflutt árið 1879 og fyrir mér er þessi ópera á milli tveggja heima. Tónlistarlega séð er að finna í henni ákveðnar leifar af klassískt saminni óperu en á sama tíma er þarna fullt af atriðum þar sem persónurnar nánast tala saman í tónlistinni. Stíllinn er klassískur, eins og t.d. hjá Haydn og Mozart, en svo koma þessar risastóru rómantísku aríur. Svo er þetta líka svo mennskt og tilfinningarnar eru svo sannar.“ Nú er Levy kominn á flug um eðli verksins og bendir á að takturinn í tónlistinni hjá Tsjaíkovskíj leitist við að passa við hvernig rússneskan er í raun töluð og því sé afar mikilvægt að flytja hana á frummálinu. „Þetta er gríðarlega erfitt fyrir söngvarana, sérstaklega þá sem eru ekki rússneskumælandi, því þeir þurfa að vita hvernig þetta er sagt í raun og veru. Þess vegna þarf að skrifa taktinn nánast inn í tungumálið.“ Söngvurunum er eflaust mikil hjálp í Levy hvað þetta varðar því hann er rússneskumælandi og nú er hann dottinn inn í handritið og byrjaður að tala og syngja rússnesku fyrir afar skilningsvana eyrum blaðamannsins. En ástríða, þekking og færni hljómsveitarstjórans leynir sér svo sannarlega ekki.Tónlistin er lykillinn „Áherslan í hverri óperuuppfærslu fyrir sig ákvarðast í raun út frá því sambandi sem myndast á milli leikstjórans og tónlistarstjórans hverju sinni,“ segir Levy aðspurður um sínar áherslur. „Leikstjórinn okkar hér er afar tónelskur og hann byggir allt á tónlistinni. Hann leggur mikla áherslu á að við verðum að hlusta á tónlistina til þess að skilja hvað er að gerast. Þetta er mjög gott fyrir mig vegna þess að fyrir vikið þá eigum við mjög gott með að vinna saman og leggjum svipaðar áherslur. Þetta er í raun það fyrsta sem einkennir þessa uppfærslu hér. Með sama hætti þá reyni ég að nálgast söngvarana mína með einstaklingsbundnum hætti. Þegar maður er að stjórna óperu þá er maður oft í senn bæði bílstjóri og farþegi, vegna þess að í raun eru söngvararnir oft við stýrið. Þá þarf maður í senn að fylgja þeim, styðja þá og leiða þá áfram. Í stóru aríunum þarf maður að muna að maður er þeim til þjónustu reiðubúinn og aðstoða þá eftir því sem þeir þurfa á að halda hverju sinni. Ég er afar ánægður með söngvarana mína hérna og skemmtilegt að ég vann með mörgum hér við Don Giovanni og nú sýna þau mér allt aðra hlið.“Hrifinn af Ragnheiði Víða um heim er mikil umræða um hlutverk og stöðu óperunnar og Ísland er engin undantekning frá því. Levy segir að það sé hans skoðun að það sé mikilvægt að takast á við bæði klassísk og ný verk. „Mér skilst að það eigi að flytja Mannsröddina, La voix humaine, eftir Francis Poulenc og það finnst mér spennandi. Ég sá líka upptöku héðan af óperunni Ragnheiði og það fannst mér alveg frábært. En svona þarf þetta að vera. Það þarf að setja upp ólík verk frá mismunandi skeiðum og klassísku verkin eiga svo sannarlega að vera þar á meðal. Það skiptir líka máli. Íslendingar eiga ekki að þurfa að ferðast til útlanda til þess að sjá og heyra óperu af þeirri gráðu sem við erum að fást við hér og nú. Það er líka mikilvægur hluti af þroska og ferli söngvaranna og hljómsveitarinnar svo vonandi á óperan sér bjarta og góða framtíð á Íslandi.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. október.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira