Tugir létust í loftárás á Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Íbúar í Aleppo stuttu eftir loftárás á Fardous-hverfið í gær. Nordicphotos/AFP Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira