Enski boltinn

Pogba vill fá að taka meiri þátt í sóknarleik Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba og Jose Mourinho.
Paul Pogba og Jose Mourinho. Vísir/Getty
Paul Pogba er á sínu fyrsta tímabili með Manchester United og margir stuðningsmenn bjuggust örugglega við meira af þessum franska miðjumanni sem United borgaði metupphæð fyrir.

Pogba hefur nú stigið fram og kvartað aðeins yfir því hvað Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, vilji hann geri fyrir United-liðið.

Mourinho vill að Pogba leggi meira á sig í varnarleiknum og vinni fleiri bolta af mótherjunum. Pogba sjálfur horfir í allt aðra átt og vill fá að spila framar á vellinum.

Paul Pogba telur að það komi niður á hans leik að hann fái ekki að spila frjálsara sóknarhlutverk.

„Ég reyni að aðlagast. Ég er samt leikmaður sem vill frekar fá að fara fram,“ sagði Paul Pogba við Manchester Evening News.

„Þjálfarinn hefur gefið mér þessi fyrirmæli og ég reyni að fylgja þeim. Ég verð að vinna bolta og leggja á mig í varnarleiknum,“ sagði Pogba.

„Það kemur niður á minni frammistöðu að þurfa að breyta mínum leik og spila meira eins og [Andrea] Pirlo,“ sagði Pogba. Hann minnti á sig í vikunni með því að skora sigurmark Frakka í útileik á móti Hollandi í undankeppni HM 2018.

Paul Pogba hefur skorað 1 mark í fyrstu 6 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United en liðið er eins og er í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×