Enski boltinn

Snýr aftur eftir 17 mánaða fjarveru

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
McClaren er hann var hjá Newcastle.
McClaren er hann var hjá Newcastle. vísir/getty
Enska B-deildarliðið Derby County réð í dag Steve McClaren sem knattspyrnustjóra liðsins. Það eru 17 mánuðir síðan félagið rak hann úr starfi.

Þetta er í annað sinn sem hann tekur við liðinu en hann var einnig leikmaður liðsins á sínum tíma og svo hluti af þjálfarateyminu. Þetta er því í fjórða sinn sem hann kemur til Derby County.

Honum tókst ekki að koma Derby upp um deild í síðustu tilraun en hann fær nú tækifæri til þess að gera betur.

McClaren er orðinn 55 ára. Hann er þekktastur fyrir að hafa stýrt enska landsliðinu frá 2004 til 2006.

Hann hefur einnig þjálfað Twente, Wolfsburg, Nott. Forest og Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×