Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt.
Í spilaranum hér að ofan má sjá ræðu Unnar.
Unnur var einnig með stúlkubarn sitt með í för á Arctic Circle um liðna helgi þar sem sú litla fékk að hitta hina ýmsu stjórnmálamenn og fyrrverandi forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Horfði á þingkonu halda ræðu í pontu og gefa brjóst á sama tíma. Held að þetta sé eitt það fallegasta sem ég hef séð #Alþingi
— Margrét Gauja (@MargretGauja) October 12, 2016
Unnur Brá þingmaður Sjálfstæðisflokksins með barn á brjósti í ræðustól í dag.
— Starkaður Pétursson™ (@StarkadurPet) October 12, 2016
1000 rokkstig! #kosningar pic.twitter.com/9US9XfvPGB
Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD
— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016
Var Unnur Brá að senda einhver skilaboð með þessari brjóstagjöf í ræðustól eða vildi hún bara ekki hræra í rútínu barnsins?
— Sóli Hólm (@SoliHolm) October 12, 2016
Unnur Brá er ekkert smá kúl #virðing #mjólkergóð
— Birna Anna (@birnaanna) October 12, 2016
Hversu badass! Skoðaði þessa frétt með barn á brjósti og annað að bíða eftir að komast að. Sorry Þorgrímur Þráins https://t.co/tbiC5F5vSN
— Valgerður Björk (@valgerdurbjork) October 12, 2016