Enski boltinn

Cantona hefur tröllatrú á Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. vísir/getty
Man. Utd-goðsögnin Eric Cantona efast ekkert um að Jose Mourinho sé réttur maður á réttum stað. Hann muni ná árangri hjá Man. Utd.

Það eru komin þrjá ár síðan Sir Alex Ferguson vann deildina með Man. Utd og hætti. Síðan þá hefur liðið verið í sjöunda, fjórða og fimmta sæti í deildinni. Eini bikarinn sem hefur komið í hús var enski bikarinn á síðustu leiktíð.

„Þetta er bara byrjunin. United getur orðið meistari. Jose Mourinho er sigursæll knattspyrnustjóri, er hjá sigursælu félagi með leikmenn sem hafa náð árangri,“ sagði Cantona.

„Enska deildin er rosalega sterk með fjölda góðra liða og stjóra eins og Pep Guardiola.“

Man. Utd hóf leiktíðina með látum og vann þrjá fyrstu leiki sína. Síðan hallaði undnan fæti er liðið tapaði tveim í röð. Næst á dagskrá er heimsókn á Anfield á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×