Enski boltinn

Gagnrýna valið á dómara fyrir leik Man. Utd og Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anthony Taylor.
Anthony Taylor. vísir/getty
Dómari sem búsettur er steinsnar frá Old Trafford mun dæma leik Liverpool og Man. Utd á mánudag.

Það er Anthony Taylor sem dæmir leikinn og fyrrum yfirmaður dómaramála, Keith Hackett, segir að verið sé að bjóða hættunni heim með þessu vali.

„Það efast enginn um heilindi Taylor. En hvað ef eitthvað klikkar? Þá verður ekki hægt að ráða við neitt,“ sagði Hackett.

Þó svo Taylor búi nálægt Old Trafford þá er hann enginn stuðningsmaður Man. Utd. Hann styður lið Altrincham.

„Ef eitthvað gerist þá verða þeir sem raða á leiki að taka ábyrgð á þessari áhættu,“ segir Hackett og bendir á að besti dómari heims, Mark Clattenburg, verði aðeins fjórði dómari um helgina og hefði því vel getað dæmt þennan stórleik.

Fyrr á árinu fékk Kevin Friend ekki að dæma leik Tottenham og Stoke. Friend er stuðningsmaður Leicester sem var þá í baráttu við Spurs um Englandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×