Hjörtur: Framtíðin er björt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 19:23 Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“ Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“
Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49
Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45