Viðskipti innlent

Guðmundur Bjarni eignast alla hluti í Kosmos og Kaos

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Guðmundur Bjarni Sigurðsson
Guðmundur Bjarni Sigurðsson
Guðmundur Bjarni Sigurðsson, stofnandi og hönnunarstjóri vefhönnunarstofunnar Kosmos & Kaos hefur nú keypt alla hluti í fyrirtækinu. Seljendur eru bandaríska vefstofan UENO LLC og Kristján Gunnarsson, annar stofnenda fyrirtækisins.

Þjónusta við samstarfsaðila og viðskiptavini mun ekki raskast við breytingarnar, að sögn Guðmundar. Starfsstöðvar fyrirtækisins munu áfram vera á sama stað í Hafnargötu í Reykjanesbæ og Hólmaslóð í Reykjavík. Þá mun Inga Birna Ragnarsdóttir halda áfram sem framkvæmdastjóri.

Kristján Gunnarsson segist yfirgefa fyrirtækið sáttur en þó með söknuði.

„Viðskilnaðurinn og salan á mínum hlut í félaginu er gerður í mesta bróðerni við Guðmund sem mun halda áfram að gera fínt fyrir Internetið, með því góða starfsfólki sem starfar hjá Kosmos & Kaos,“ segir Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×