Býr einn á eyju í Þjórsá og þarf að leggja töluvert á sig til að koma sínu atkvæði til skila Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2016 17:21 Hákon Kjalar Hjördísarson í Traustsholtshólma. Vísir Kjósendur á Íslandi þurfa að leggja mismikið á sig til að komast á kjörstað. Hákon Kjalar Hjördísarson er einn af þeim sem þarf að hafa töluvert fyrir því. Hann býr ásamt hundinum sínum Skugga á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Til að komast á kjörstað þarf Hákon að labba yfir eyjuna, þaðan fer hann í bátinn sinn sem hann siglir yfir Þjórsá. Við bakka Þjórsár bíður bíllinn hans sem hann ekur um tuttugu mínútna leið að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem hann kýs. Félagslundur var áður í gamla Gaulverjahreppi en hann hefur verið sameinaður Flóahreppi.Hundurinn Skuggi bíður eftir Hákoni í bátnum.VísirVísir heyrði í Hákoni í dag sem segist hafa séð nokkra sem búa í borginni kvarta yfir því að koma sér á kjörstað, og þeir þurfa jafnvel einungis að standa upp úr sófanum fyrir framan sjónvarpið og ganga nokkur skref út í Hagaskóla til að koma atkvæði sínu til skila. „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa, þá eiga þeir að nýta réttinn sinn. Þetta er einn dagur á fjögurra ára fresti. Ef menn geta ekki staðið upp og kosið þá þýðir lítið að vera að kvarta yfir ástandinu,“ segir Hákon. Hákon er þriðji ættliðurinn sem á eyjuna Traustholtshólma en hann flutti sjálfur þangað í vor og hefur í sumar gert þar upp hús og staðið í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Hann ætlar að vera á eyjunni fram í nóvember en fer þá upp á meginlandið til að vinna en fer svo aftur út í Traustholtshólma í apríl næstkomandi og verður yfir sumarið.Hér má sjá leiðina sem Hákon fer til að kjósa.Vísir/Loftmyndir.is Kosningar 2016 Tengdar fréttir Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Kjósendur á Íslandi þurfa að leggja mismikið á sig til að komast á kjörstað. Hákon Kjalar Hjördísarson er einn af þeim sem þarf að hafa töluvert fyrir því. Hann býr ásamt hundinum sínum Skugga á eyjunni Traustholtshólma sem er rétt fyrir ofan mynni Þjórsár. Til að komast á kjörstað þarf Hákon að labba yfir eyjuna, þaðan fer hann í bátinn sinn sem hann siglir yfir Þjórsá. Við bakka Þjórsár bíður bíllinn hans sem hann ekur um tuttugu mínútna leið að félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem hann kýs. Félagslundur var áður í gamla Gaulverjahreppi en hann hefur verið sameinaður Flóahreppi.Hundurinn Skuggi bíður eftir Hákoni í bátnum.VísirVísir heyrði í Hákoni í dag sem segist hafa séð nokkra sem búa í borginni kvarta yfir því að koma sér á kjörstað, og þeir þurfa jafnvel einungis að standa upp úr sófanum fyrir framan sjónvarpið og ganga nokkur skref út í Hagaskóla til að koma atkvæði sínu til skila. „Það eru forréttindi að búa í lýðræðisríki og alveg sama hvað menn kjósa, þá eiga þeir að nýta réttinn sinn. Þetta er einn dagur á fjögurra ára fresti. Ef menn geta ekki staðið upp og kosið þá þýðir lítið að vera að kvarta yfir ástandinu,“ segir Hákon. Hákon er þriðji ættliðurinn sem á eyjuna Traustholtshólma en hann flutti sjálfur þangað í vor og hefur í sumar gert þar upp hús og staðið í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Hann ætlar að vera á eyjunni fram í nóvember en fer þá upp á meginlandið til að vinna en fer svo aftur út í Traustholtshólma í apríl næstkomandi og verður yfir sumarið.Hér má sjá leiðina sem Hákon fer til að kjósa.Vísir/Loftmyndir.is
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Býður upp á gistingu í mongólsku tjaldi á einkaeyju í Þjórsá Hákon Kjalar Hjördísarson einbúi stundar sjálfsþurftarbúskap á Traustholtshólma og hefur tekið á móti ferðamönnum í allt sumar. 9. ágúst 2016 13:57