Enski boltinn

Byrjun Sunderland sú versta í sögunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er krísa hjá Moyes og félögum.
Það er krísa hjá Moyes og félögum. vísir/getty
Eftir 4-1 tap Sunderland gegn Arsenal í dag er það ljóst að þetta er versta byrjun liðs frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir að hafa lent undir snemma þá jafnaði Jermain Defoe af vítapunktinum. Arsenal skoraði svo þrjú mörk áður en yfir lauk og lokatölur 4-1.

Sjá einnig:Stórsigur Arsenal svanasöngur Moyes?

Sunderland er einungis með tvö stig eftir fyrstu tíu leikina, en árangur þeirra er verri en hjá Manchester City tímabilið 1995-1996 þar sem markatala Sunderland er verri.

Pressan er gífurleg á David Moyes sem tók við liðinu í sumar, en liðið hefur enn ekki unnið leik á tímabilinu og það kæmi ekki mörgum á óvart ef Moyes fengi sparkið í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×