Enski boltinn

Neville segir að Mata sé orðinn einn mikilvægasti leikmaður United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. Vísir/Getty
Phil Neville, knattspyrnuspekingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, hrósaði Spánverjanum Juan Mata eftir 1-0 sigur Manchester United á Manchester City í enska deildabikarnum í gær.

Phil Neville var í þjálfaraliði Manchester United þegar David Moyes keypti Juan Mata frá Chelsea í janúar 2014 og borgaði fyrir hann 37 milljónir punda.

Jose Mourinho, sem var þá stjóri Chelsea, seldi Mata sem hafði verið einn helsta stjarna liðsins áður en Portúgalinn tók við. Flestir töldu því líklegt að dagar Mata á Old Trafford væru taldir eftir að Mourinho mætti á Old Trafford.

Phil Neville er hinsvegar á þeirri skoðun að Juan Mata sé orðinn einn mikilvægasti leikmaður Manchester United liðsins í dag.

„Ég var hér [hjá Manchester United] þegar við keyptum Mata. Hann meiðist aldrei, leggur upp fullt af mörkum, spilar þrjár stöður á vellinum og skorar mikilvæg mörk,“ sagði Phil Neville við Sky Sports.

„Ég hélt að hann væri fyrsti maðurinn til að fara þegar Jose kom en hann er þess í stað orðinn einn mikilvægasti leikmaður liðsins,“ sagði Neville.

Jamie Carragher var sammála Neville þegar þeir fóru yfir leikinn á Sky Sports.  „Hann er búinn að spila 116 leiki fyrir United. Við skoðuðum tölfræðina hans og hann hefur komið að næstum því 50 mörkum í þessum leikjum, skorað 29 og gefið 18 stoðsendingar,“ sagði Jamie Carragher og bætti við:

„Stundum held ég að hann fái á sig gagnrýni af því að hjá Man United eru menn vanir því að hafa hraða fljúgandi vængmenn. Hann er tía og hvaða tía hefur mikinn hraða,“ sagði Carragher.

Það er hægt að sjá sigurmark Juan Mata frá því í gær hér fyrir neðan.

Sigurmark Mata á móti Manchester City

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×