Erlent

Tvær jasídískar konur hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins

Atli Ísleifsson skrifar
Nadia Murad Basee er önnur þeirra sem hljóta Sakharov-verðlaunin í ár.
Nadia Murad Basee er önnur þeirra sem hljóta Sakharov-verðlaunin í ár. Vísir/AFP
Tvær jasídískar konur sem sluppu úr klóm liðsmanna ISIS í Írak þar sem þeim var haldið í kynlífsánauð, hljóta mannréttindaverðlaun Evrópuþingsins í ár.

BBC greinir frá því að þær Nadia Murad Basee og Lamiya Aji Bashar hafi verið í hópi þúsunda Jasída sem var rænt og hneppt í ánauð af liðsmönnum ISIS árið 2014. Þær sluppu hins vegar og berjast nú fyrir réttindum Jasída.

Evrópuþingmaðurinn Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, segir að konurnar hafi sýnt ótrúlegt hugrekki og mannúð á meðan og eftir að þær stóðu frammi fyrir viðurstyggilegum grimmdarverkum.

Verðlaunin eru veitt árlega í minningu sovéska vísindamannsins og baráttumannsins Andrei Sakharov. Nelson Mandela var fyrstur til að hjóta verðlaunin árið 1988. Sádi-arabíski bloggarinn og baráttumaðurinn Raif Badawi hlaut verðlaunin í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×