Frakkar rýma búðirnar í Calais Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. október 2016 10:00 Flóttafólk í Calais á leið í rúturnar, sem flytja fólkið til . Nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hófust handa í gærmorgun við að rýma flóttamannabúðirnar við Calais, skammt frá syðri enda Ermarsundsganganna. Meira en þúsund lögreglumenn voru kallaðir til verksins. Á þriðja þúsund flóttamanna voru flutt þaðan í gær með rútum, en búið var að úthluta 7.500 manns húsaskjóli í flóttamannabúðum á samtals um 450 stöðum víðs vegar um Frakkland. Um 1.300 þeirra eru á barnsaldri, yngri en 18 ára, en ein síns liðs. Frönsk stjórnvöld hafa undanfarið staðið í samningaviðræðum við Breta um að taka við þessum börnum, þar sem mörg þeirra eiga ættingja sem búa í Bretlandi og vilja af þeim sökum komast þangað. Þau eiga mörg hver lagalegan rétt á því að komast til ættingja sinna í Bretlandi og fá þar hæli, en bresk stjórnvöld hafa verið treg til að taka við þeim. Samkomulag náðist þó á endanum um að þau fái flest að fara til Bretlands. Brottflutningarnir virtust ganga vel fyrir sig, framan af í það minnsta. Flóttafólkið fylgdi fyrirmælum lögreglu, beið í biðröðum og fór um borð í rúturnar eins og fyrir var lagt. Um helgina brutust hins vegar út átök þar í búðunum milli lögreglu annars vegar og flóttafólks og mótmælenda hins vegar, sem voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun búðanna. Lögreglan beitti þá táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti í lögregluna. Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International hafa fylgst grannt með aðgerðum lögreglunnar, beinlínis í þeim tilgangi að draga úr líkunum á lögregluofbeldi. Um sjö þúsund manns hafa búið í búðunum undanfarið, samkvæmt opinberum tölum, en hjálparsamtök segja íbúana hafa verið rúmlega átta þúsund. Þangað hefur safnast fólk sem reynir að komast um Ermarsundsgöngin til Bretlands. Vöruflutningabílar á leiðinni inn í göngin eru iðulega stöðvaðir með ýmsum ráðum þannig að fólk geti reynt að smygla sér með þeim norður á bóginn. Alain Juppé, sem gerir sér vonir um að verða næsti forseti Frakklands, sagði nýverið að færa ætti landamæraeftirlitið við Ermarsundsgöngin frá Frakklandsenda þeirra í Calais yfir til Kent á Englandi. Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í þá hugmynd. Fyrr á þessu ári voru búðirnar minnkaðar um helming, en ekki fækkaði íbúum þar neitt. Þegar mest var höfðust þar við um tíu þúsund manns. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira