Clinton í basli með ásýnd sína Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 12:00 Hillary Clinton. Vísir/getty Þrátt fyrir að vera í mjög sterkri stöðu og vera líkleg til að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna, á Hillary Clinton í miklu basli með ásýnd sína. Milljónir kjósenda í Bandaríkjunum telja hana vera spillta og óheiðarlega. Þrátt fyrir mikla viðleitni til að bæta þar úr, hefur ekkert tekist á undanförnum mánuðum. Samkvæmt könnunum telja einungis 36 prósent kjósenda að Clinton sé heiðarleg og traustsverð. Hins vegar telja um 60 prósent kjósenda að hún búi yfir þeim hæfileikum og skapgerð sem þarf til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur viðhorf kjósenda til Clinton farið upp og niður yfir árin, en hún hefur lengi lifað opinberu lífi og verið í stjórnmálum. Demókratar telja að rekja megi hluta af neikvæðninni gagnvart henni til árása hennar á Donald Trump, en þær eru þó taldar hafa skilað árangri. Þá telja þeir að persónulegar árásir Trump í hennar garð hafi reynst henni erfiðar. Hann hefur kallaða hana lygara, spillta, andstyggilega og margt fleira. Þá hefur hann ítrekað kallað eftir því að hún yrði fangelsuð.Hillary Clinton er með nokkur mál í farteskinu sem hafa reynst henni sérstaklega erfið. Fyrst má benda á vandræði hennar með einka-póstþjón sinn. Eftir umfangsmikla rannsókn var ákveðið að leggja málið niður og var hún ekki ákærð fyrir meðhöndlun sína á ríkisleyndarmálum.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton enn til trafala. Annað mál sem hefur reynst henni erfitt er árásin á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu árið 2012, þegar Clinton var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fjórir Bandaríkjamenn létu lífið í árásinni, en Varnarmálaráðuneytið, Leyniþjónustan og Utanríkisráðuneytið voru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir öryggisástandinu í borginni og að hafa starfrækt skrifstofur þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi starfsmanna.Sjá einnig: Ekkert bendir til saknæmi Clinton í tengslum við árás í Benghazi 2012 Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar bentu til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton.Tölvulekar hafa einnig gert Clinton lífið leitt á undanförnum mánuðum án þess þó að valda henni verulegum vandræðum. Wikileaks hafa birt þúsundir símtala frá höfuðstöðvum Demókrataflokksins, tölvupósta frá starfsmönnum framboðs hennar og margt fleira á undanförnum mánuðum. Meðal þess sem lekarnir hafa leitt í ljós er gott samband Hillary Clinton við fjármálaöfl í Bandaríkjunum og að forsvarsmenn Demókrataflokksins hafi beinlínis beint sér gegn mótframbjóðenda hennar Bernie Sanders í forvali flokksins. Þá birti hópur blaðamanna, sem vinnur undir nafninu Project Veritas, myndband í vikunni þar sem starfsmaður ráðgjafafyrirtækis, sem hefur unnið fyrir framboð Clinton, sagði að þeir hefðu borgað fólki fyrir að mæta á kosningafundi Donald Trump og valda þar uppþotum og ofbeldi. þá virðist einnig sem sem að starfsmenn fyrirtækisins ræði kosningasvindl.Sjá einnig: Stuðningshópur Clinton stærir sig af uppþotum Það myndband hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera mikið klippt til og hefur verið kallað eftir að heilar upptökur verði birtar. Þá hefur forsvarsmaður Project Veritas, James O‘Keefe, hefur áður reynst hafa klippt myndbönd til svo þau þjóni hagsmunum hans. Svo hefur komið í ljós að Trump stofnunin greiddi O‘Keefe tíu þúsund dali, eða rúma milljón í maí í fyrra. Vandræði til lengri tíma Verði Hillary Clinton kosinn forseti munu vandræði hennar þó ekki hverfa eins og dögg fyrir sólu. Milljónir kjósenda eru mjög andsnúnir henni og mögulegri forsetatíð hennar. Þá hefur Donald Trump sterklega gefið í skyn að hann muni ekki sætta sig við niðurstöður kosninganna og hefur margsinnis sagt að verið sé að svindla á sér. Ljóst er að mikið bil er á milli fylkinga í Bandaríkjunum og þá sérstaklega eftir þá bitru kosningabaráttu sem hefur verið háð í marga mánuði. Starfsmenn Clinton telja tveggja mánaða tímabilið frá kosningum til þess að nýr forseti tekur við völdum mjög mikilvægt. Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton sagði í viðtali í dag að þau myndu vinna með Repúblikanaflokknum við að brúa bilið á milli fylkinga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Stuðningshópur Clinton stærir sig af uppþotum Ráðgjafarfyrirtækið Democracy Partners borgaði fólki fyrir að mæta á kosningafundi Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, og valda þar uppþoti og ofbeldi. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þrátt fyrir að vera í mjög sterkri stöðu og vera líkleg til að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna, á Hillary Clinton í miklu basli með ásýnd sína. Milljónir kjósenda í Bandaríkjunum telja hana vera spillta og óheiðarlega. Þrátt fyrir mikla viðleitni til að bæta þar úr, hefur ekkert tekist á undanförnum mánuðum. Samkvæmt könnunum telja einungis 36 prósent kjósenda að Clinton sé heiðarleg og traustsverð. Hins vegar telja um 60 prósent kjósenda að hún búi yfir þeim hæfileikum og skapgerð sem þarf til að sinna embætti forseta Bandaríkjanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur viðhorf kjósenda til Clinton farið upp og niður yfir árin, en hún hefur lengi lifað opinberu lífi og verið í stjórnmálum. Demókratar telja að rekja megi hluta af neikvæðninni gagnvart henni til árása hennar á Donald Trump, en þær eru þó taldar hafa skilað árangri. Þá telja þeir að persónulegar árásir Trump í hennar garð hafi reynst henni erfiðar. Hann hefur kallaða hana lygara, spillta, andstyggilega og margt fleira. Þá hefur hann ítrekað kallað eftir því að hún yrði fangelsuð.Hillary Clinton er með nokkur mál í farteskinu sem hafa reynst henni sérstaklega erfið. Fyrst má benda á vandræði hennar með einka-póstþjón sinn. Eftir umfangsmikla rannsókn var ákveðið að leggja málið niður og var hún ekki ákærð fyrir meðhöndlun sína á ríkisleyndarmálum.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton enn til trafala. Annað mál sem hefur reynst henni erfitt er árásin á ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi í Líbýu árið 2012, þegar Clinton var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fjórir Bandaríkjamenn létu lífið í árásinni, en Varnarmálaráðuneytið, Leyniþjónustan og Utanríkisráðuneytið voru veittar átölur fyrir að hafa ekki gert sér grein fyrir öryggisástandinu í borginni og að hafa starfrækt skrifstofur þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi starfsmanna.Sjá einnig: Ekkert bendir til saknæmi Clinton í tengslum við árás í Benghazi 2012 Rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar bentu til misgjörða eða saknæmi Hillary Clinton.Tölvulekar hafa einnig gert Clinton lífið leitt á undanförnum mánuðum án þess þó að valda henni verulegum vandræðum. Wikileaks hafa birt þúsundir símtala frá höfuðstöðvum Demókrataflokksins, tölvupósta frá starfsmönnum framboðs hennar og margt fleira á undanförnum mánuðum. Meðal þess sem lekarnir hafa leitt í ljós er gott samband Hillary Clinton við fjármálaöfl í Bandaríkjunum og að forsvarsmenn Demókrataflokksins hafi beinlínis beint sér gegn mótframbjóðenda hennar Bernie Sanders í forvali flokksins. Þá birti hópur blaðamanna, sem vinnur undir nafninu Project Veritas, myndband í vikunni þar sem starfsmaður ráðgjafafyrirtækis, sem hefur unnið fyrir framboð Clinton, sagði að þeir hefðu borgað fólki fyrir að mæta á kosningafundi Donald Trump og valda þar uppþotum og ofbeldi. þá virðist einnig sem sem að starfsmenn fyrirtækisins ræði kosningasvindl.Sjá einnig: Stuðningshópur Clinton stærir sig af uppþotum Það myndband hefur þó verið gagnrýnt fyrir að vera mikið klippt til og hefur verið kallað eftir að heilar upptökur verði birtar. Þá hefur forsvarsmaður Project Veritas, James O‘Keefe, hefur áður reynst hafa klippt myndbönd til svo þau þjóni hagsmunum hans. Svo hefur komið í ljós að Trump stofnunin greiddi O‘Keefe tíu þúsund dali, eða rúma milljón í maí í fyrra. Vandræði til lengri tíma Verði Hillary Clinton kosinn forseti munu vandræði hennar þó ekki hverfa eins og dögg fyrir sólu. Milljónir kjósenda eru mjög andsnúnir henni og mögulegri forsetatíð hennar. Þá hefur Donald Trump sterklega gefið í skyn að hann muni ekki sætta sig við niðurstöður kosninganna og hefur margsinnis sagt að verið sé að svindla á sér. Ljóst er að mikið bil er á milli fylkinga í Bandaríkjunum og þá sérstaklega eftir þá bitru kosningabaráttu sem hefur verið háð í marga mánuði. Starfsmenn Clinton telja tveggja mánaða tímabilið frá kosningum til þess að nýr forseti tekur við völdum mjög mikilvægt. Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton sagði í viðtali í dag að þau myndu vinna með Repúblikanaflokknum við að brúa bilið á milli fylkinga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04 Stuðningshópur Clinton stærir sig af uppþotum Ráðgjafarfyrirtækið Democracy Partners borgaði fólki fyrir að mæta á kosningafundi Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, og valda þar uppþoti og ofbeldi. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00
Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 20. október 2016 08:04
Stuðningshópur Clinton stærir sig af uppþotum Ráðgjafarfyrirtækið Democracy Partners borgaði fólki fyrir að mæta á kosningafundi Donalds Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, og valda þar uppþoti og ofbeldi. 18. október 2016 07:00