Enski boltinn

Hörkuleikir í enska boltanum í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og er því nóg um að vera.

Rétt í þessu hófst leikur Bournemouth og Tottenham en gestirnir í Tottenham hafa farið nokkuð vel af stað í deildinni það sem af er.

Bournemouth hefur aðeins tapað einum leik af síðustu sex og er liðið á góðum stað. Leikurinn hófst klukkan 11:30.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea taka á móti Watford klukkan tvö í dag og verður Swansea að fara ná í einhver stig.

Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Síðdegisleikurinn er síðan á milli Liverpool og WBA á Anfield og gæti Liverpool haldið áfram í toppbaráttunni með sigri.

Leiki dagsins:

AFC Bournemouth - Tottenham Hotspur

Arsenal - Middlesbrough

Burnley - Everton

Hull City - Stoke City

Leicester City - Crystal Palace

Swansea City - Watford

West Ham United - Sunderland

Liverpool - West Bromwich Albion




Fleiri fréttir

Sjá meira


×