Erlent

Um sextíu manns fórust í loftárás Sáda

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að milli sex og sjö þúsund manns hafi fallið í átökum frá upphafi stríðsins.
Áætlað er að milli sex og sjö þúsund manns hafi fallið í átökum frá upphafi stríðsins. Vísir/AFP
Um sextíu manns fórust í loftárás hers Sádi-Arabíu í vesturhluta Jemen fyrr í dag. Starfsmenn heilbrigðisyfirvalda segja að fjölmennur hópur fanga hafi verið í hópi látinna.

Loftárásirnar beindust að byggingu í bænum Zaidia, norður af hafnarborginni Hodeidah á vesturströnd Jemen. Byggingin eyðilagðist í árásinni en þar var 84 föngum haldið, aðallega andstæðingar uppreisnarhóps Húta, sem ráða yfir svæðinu. Nokkur fjöldi Húta fórust einnig í árásinni.

Hernaðarbandalagið, sem er undir stjórn hers Sádi-Arabíu og nýtur stuðnings Bandaríkjahers, hefur barist gegn uppreisnarsveitum Húta, sem studdar eru af Íransstjórn og stuðningsmönnum fyrrverandi forsetans Ali Abdullah Saleh, allt frá mars 2015.

Áætlað er að milli sex og sjö þúsund manns hafi fallið í átökum frá upphafi stríðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×