Erlent

Búið að skrifa undir fríverslunarsamning ESB og Kanada

Atli ísleifsson skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, skrifuðu undir samninginn í Brussel í dag.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, skrifuðu undir samninginn í Brussel í dag. Vísir/AFP
Skrifað var undir fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Kanada í dag. Upphaflega stóð til að skrifa undir samninginn á fimmtudaginn, en því var frestað vegna andstöðu héraðsstjórna í Vallóníu í Belgíu.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, skrifuðu undir samninginn í Brussel í dag.

Öll 28 aðildarríki ESB samþykktu samninginn á föstudaginn. Með samningnum eru 99 prósent tolla felldir niður og er vonast til að hægt verði að stórauka viðskipti milli ríkjanna sem um ræðir.

Upphaflega átti að skrifa undir samninginn klukkan 10 í morgun, en því þurfti að fresta eftir að vél Trudeau þurfti að snúa aftur til kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa vegna tæknivandræða fljótlega eftir að hún tók á loft. Seinkaði komu hans til Brussel því um nokkurn tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×