Innlent

Krísufundur hjá stjórn Samfylkingarinnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða.
Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða. vísir/anton
Stjórn Samfylkingarinnar hefur boðað til fundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík klukkan 16.30. Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu í nótt frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða.

Samkvæmt upplýsingum frá Samfylkingunni mun stjórnin meðal annars ræða niðurstöður kosninganna og afstöðu flokksins til ríkisstjórnarsamstarfs á fundinum.

Samfylkingin missti sex þingmenn frá síðustu kosningum og fékk einungis einn kjördæmakjörinn þingmann inn, Loga Már Einarsson. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, og Guðjón S. Brjánsson komust inn sem jöfnunarþingmenn; Oddný í Suðurkjördæmi og Guðjón í Norðvesturkjördæmi.

Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar náðu ekki endurkjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×